Ofurölvi og vakti nágranna sína

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Tilkynnt var um ofurölvi konu í stigagangi fjölbýlishús í Hafnarfirði í nótt. Hún hafði vakið alla íbúa hússins. Konan var ekki með skilríki né lykla að íbúð sinni. Hún var því handtekin og vistuð í fangageymslu lögreglu sökum ástands.

Maður í annarlegu ástandi var handtekinn á Laugavegi rétt fyrir miðnætti. Hann hafði verið að veitast að fólki. Þá var hann vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.

Bifreið var stöðvuð á Vesturlandsvegi í nótt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og brot á vopnalögum. Þá var bifreið stöðvuð á Bíldshöfða á þriðja tímanu. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum fíkniefna og vörslu fíkniefna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Athugasemdir

Orðrómur

Forsíðuviðtal Mannlífs

Lestu meira