Miðvikudagur 5. október, 2022
5.8 C
Reykjavik

Óhugnanlegar árásir á móðir Andreau – Hringt úr leyninúmer eftir að bíllinn brann – Biður um aðstoð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Andrea Kristjana Lind Gunnarsdóttir lýsir vægast sagt óhugnanlegri atburðarrás þar sem einhver virðist vera í stigmagnandi herferð gegn móður hennar. Andrea lýsir þessu á Facebook og biður um aðstoð almennings því lögreglan sé gagnslaus líkt og vanalega. Andrea óttast um líf móður sinnar slík er stigmögnun hræðsluherferðarinnar.

„Mamma mín býr í Breiðholti og hefur verið að sæta árás eitthverja aðila. Byrjaði fyrst í byrjun september þá var brotin bakglugginn á bílnum hennar. Tveim vikum eftir það var kveikt í bílnum hennar og fór bílinn allur í brunanum. Leyninúmer að hringja í hana með allskonar spurningar hvort hún sé heima og þess háttar svo stoppaði það,“ lýsir Andrea.

Það var svo í gær sem hryllingurinn byrjaði aftur. „Í gærmorgun vaknaði mamma mín við mikil læti og brothljóð. Þá var kastað inn í stofuna hennar múrsteinum. Töluvert tjón þar ásamt að vekja aftur upp hræðslu! Hvað næst? Verður kveikt í heimilinu hennar ? Sama munstur og var í september. Mamma mín býr ekki ein þarna heldur einnig afi minn sem er 89 ára gamall,“ lýsir Andrea.

Hún segir nokkuð ljóst að þarna séu ekki óþekktarormar á unglingsárum á ferð. „Ég er svo reið, týnd og skil engan vegin hvað er í gangi hérna. Því hér er ekki verið að tala um unglinga og random skemmdarverk! Lögreglan er auðvitað með málin hjá sér en eins og vinnan er þar oft, þá er ekkert að frétta,“ segir Andrea sem biður alla að nota tengslanet sitt og aðstoða hana um að afla upplýsingar um þetta mál. Hér fyrir neðan má sjá myndir sem hún deilir af vettvangi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -