Mánudagur 9. september, 2024
3.3 C
Reykjavik

Ók á búfé á Þingvallavegi – Missti stjórnina og bíllinn endaði ofan í læk

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Lögreglan á Suðurlandi segir að frá hádegi í gær til hádegis í dag hafi sex ökumenn verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur; var sá sem hraðast ók á 124 kílómetra hraða.

Alls voru níu ökumenn stöðvaðir fyrir ölvun við akstur; einn ökumaður fyrir akstur án gildra ökuréttinda.

Þrjú umferðaróhöpp urðu á síðasta sólarhring og ekið var á búfé á Þingvallavegi. Í einu tilvikinu missti ökumaður bifreiðar stjórn á henni með þeim afleiðingum að ökuferðin endaði hreinlega ofan í læk; ökumaður slapp ómeiddur.

Þá fauk húsbifreið á hliðina – með ökumanni og fjórum farþegum innanborðs; í því tilviki fór betur en á horfðist.

Eitt heimilisofbeldismál kom upp og er málið til rannsóknar hjá lögreglu eftir nóttina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -