Miðvikudagur 18. september, 2024
11 C
Reykjavik

Ók rafskútu á grindverk og rotaðist

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ökumaður rafskútu slasaðist seint í gærkvöldi er hann ók á grindverk í miðbæ Reykjavíkur. Varð það til þess að maðurinn féll í jörðina og hlaut áverka á höfði. Maðurinn, sem var hjálmlaus, er talinn hafa rotast við fallið og var fluttur á bráðadeild til aðhlynningar.

Aðeins hálftíma síðar gerðist slíkt hið sama í Hafnarfirði. Þar hafði ökumaður rafskútu ekið út af gangstétt með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina og hlaut höfuðáverka. Var sá einnig fluttur á bráðadeild.

Þá mætti lögregla á vettvang í matvöruverslun í Breiðholti. Þar hafði kona verið gómuð á leiðinni út úr búðinni með matvörur sem hún ætlaði að stela. Lögreglan hafði í nógu að snúast í umferðareftirliti og stöðvaði nokkra vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -