Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sett á laggirnar félagið Þingmannaleið ehf.
Er megintilgangur félagsins sá að sjá um leiðsögn og ferðaþjónustu; kemur þetta fram í Lögbirtingablaðinu.
Ásmundur benti á í samtali við RÚV að hann hefði lengi verið með ferðaþjónustufyrirtækið Laufskála, staðsett á Hellu, á hagsmunaskrá sinni alþingmaður.
„Þetta er bara til að ég sé með allt mitt á hreinu.“
Kemur fram að Ásmundur sé gamall leiðsögumaður; hefur stokkið til á Suðurlandinu þegar mikið hefur legið við.
Nú er svo komið að Ásmundur ætlar á fullt í sumar í samstarfi nokkra einstaklinga.
„Ég á bústað á Suðurlandinu og ég myndi þá fara með ferðamenn til Eyja í dagsferð.“
Ásmundur tók leigubílaprófið í haust; hlaut hann hæstu einkunn, 10.
„Ég er ekkert að fara kaupa heilsíðuauglýsingu í Mogganum,“ segir Ásmundur sem reiknar með því að um 90 prósent þeirra er nýti sér þjónustuna verði erlendir ferðamenn.