Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ólafsfjarðarmálið: Lögregla sinnti ekki útkalli vegna átaka á heimili Tómasar degi fyrir morðið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Fram kemur á fréttamiðlinum DV að samkvæmt áreiðanlegum heimildum miðilsins úr fleiri en einni átt hafði verið haft samband við lögreglu vegna átaka á heimili Tómasar Waagfjörð heitins í Ólafsfirði, sunnudaginn 2. október.

Kemur og fram að lögregla sinnti ekki því útkalli; og segja nokkrir íbúar á Ólafsfirði við DV að þetta minni á Barðavogsmálið; að því leytinu til að tilkynningu í aðdraganda voðaatburðar hafi ekki verið sinnt nógu vel af lögreglu.

Í málinu í Barðavogi var þess óskað að hinn grunaði í málinu yrði fjarlægður vegna ofbeldishegðunar; við því var ekki brugðist.

En í Ólafsfjarðarmálinu snerist tilkynningin um meint framferði þolandans í málinu, Tómasar, en aðfaranótt mánudags lét hann lífið í átökum sem urðu í íbúð í miðbæ Ólafsfjarðar; deginum eftir að hringt hafði verið í lögreglu og varað við meintu ofbeldisfullu framferði hans.

Segir DV að það hafi ennfremur heimildir fyrir því að maður um tvítugt og stúlka á nítjánda ári hafi komið á vettvanginn, um tuttugu mínútum á undan lögreglunni og sjúkraliðinu.

Eiginkona Tómasar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar málsins, gerði þá vart við sig; óskaði hjálpar. Ungi maðurinn hringdi í 112, sem hafði þá þegar upplýsingar um hnífstungu í Ólafsfirði; var sjúkralið og lögregla á leiðinni.

- Auglýsing -

Segir í frétt DV að vettvangur hafi verið blóðugur; lífgunartilraunir á Tómasi voru hafnar áður en sjúkralið og lögregla kom á vettvang; en þær dugðu því miður ekki.

Tómas hafði verið stunginn í magann með áhaldi; að öllum líkindum var eldhúshnífi.

Einnig segir að maður sem situr í gæsluvarðhaldi vegna málsins – vinur eiginkonu Tómasar – var með stungusár á fæti; aukinheldur – samkvæmt heimildum DV – kom vitni á vettvang glæpsins á undan sjúkraliði og lögreglu; gerði að sárum mannsins.

- Auglýsing -

Konurnar tvær, húsráðandi og eiginkona Tómasar, voru ómeiddar, en nánast viti sínu fjær á blóðugum vettvanginum.

Segir DV að fyrir liggi að lögregla og sjúkralið höfðu ekki upplýsingar um heimilisfangið þar sem atburðurinn átti sér stað – fyrir utan að atvikið væri á Ólafsfirði – fyrr en eftir símtal vitnis í 112.

Þá voru lögreglubílar og sjúkrabílar á leiðinni til Ólafsfjarðar.

Mannlíf mun áfram halda að fjalla um málið.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -