Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Ólafur Arnalds tilnefndur til tveggja Grammy verðlauna: „Strax byrjaður að plana partý“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur Arnalds var á dögunum tilnefndur til tveggja Grammy verðlauna í tveimur mismunandi flokkum. Er þetta í fyrsta skipti sem Ólafi hlotnast þessi heiður.

Er hann tilnefndur fyrir lagið Loom sem hann gerði með Bonobo, fyrir bestu upptöku á lagi í flokki dans- eða raftónlistar. Þá er hann einnig tilnefndur fyrir útsetningu fyrir hljóðfæri og raddir í laginu The Bottom Line sem hann flytur ásamt Josin en tilnefningin er í flokki útsetninga.

Rúv sagði frá tilnefningunum en Ólafur ræddi við fréttastofuna. Sagði hann að það hefði komið sér á óvart að fá tilnefningu í jafn ólíkum flokkum en að hann gerði bara alls konar tónlist. „Mér finnst frábært að fá verðlaun fyrir útsetningar, maður eyðir langmestum tíma í þessi smáatriði.“

Þó Ólafur hafi ekki fengið Grammy tilnefningar áður er hann ekki óvanur tilnefningum fyrir list sína. Áður hefur hann til að mynda hlotið tilnefningar til BAFTA-verðlauna og Emmy-verðlauna. Í samtali við Rúv segir Ólafur að slíkum tilnefningum fylgi fullt af athygli. Verðlaunahátíðin verður haldin í Los Angeles 31. janúar næstkomandi en aðspurður segist Ólafur ekki vera búinn að kaupa flugmiða þangað. „Ég er búinn að heyra í Bonobo og hann er strax byrjaður að plana partý, ætli maður skelli sér ekki, segir Ólafur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -