Ólafur Darri gerir það gott í Hollywood

Deila

- Auglýsing -

Íslenski leikarinn verður áberandi á hvíta tjaldinu í ár.

Stiklur úr nýjustu kvikmynd leikarans Ólafs Darra Ólafssonar, The Meg, litu dagsins ljós nýverið og hafa á skömmum tíma fengið hvorki meira né minna en samtals nokkur milljón áhorf á Youtube. Ef marka má stikluna virðist hér vera á ferð æsispennandi skrímslamynd í ætt við Jaws þar sem hópur fólks hefur leit að ofvöxnum hákarli. Myndinni er leikstýrt af Jon Turtletaub, leikstjóra National Treasure-myndanna, og skartar stórstjörnunni Jasan Statham í aðalhlutverki. Ólafur Darri fer með hlutverk eins leitarmannanna í myndinni.

Fyrir utan The Meg eru fjórar nýjar Hollywood-myndir væntanlegar með íslenska leikaranum á árinu, þar á meðal framhald stórmyndarinnar Fantastic Beasts and Where to Find Them úr smiðju J.K. Rowling, höfundi bókanna um galdrastrákinn Harry Potter, og svo ný þáttasería með bresku leikkonunni Kate Beckinsale í aðalhlutverki. Því er óhætt að segja að Ólafur Darri hafi í nógu að snúast um þessar mundir.

- Advertisement -

Athugasemdir