Sunnudagur 23. janúar, 2022
0.8 C
Reykjavik

Ólafur F. svakalega sár út í borgarstjórann: „Illt er að Dagur skuli sem læknir tala niður til mín“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík, er verulega sár út í Dag. B. Eggertsson borgarstjóra og segir hann tala um sig með niðrandi hætti. Nýútkomin bók etir Dag, „Nýja Reykjavík“, er kornið sem fyllti mælinn hjá Ólafi.

Ólafur ritar aðsenda grein í Morgunblaðið í dag þar sem hann segir:

„Óhætt er að segja að Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fjalli með niðrandi hætti um mig í nýrri bók sinni. Lítið fylgi mitt var viðbúið eftir harkalegt einelti vinstrimanna á hendur mér, þar sem Dagur B. kom mjög við sögu. Dagur var sannarlega þátttakandi í eineltinu gegn mér um langt árabil. Dagur stóð auk þess að lögsókn gegn mér árið 2012 þar sem ég var að tilefnislausu sakaður um fjárdrátt. Við það lagðist ég í alvarlegt þunglyndi,“ segir Ólafur.

Ólafi sárnar fullyrðingar borgarstjóra um að hann hafi horfið alfarið af sjónvarsviðinu eftir starfið í borginni. Fyrrverandi borgarstjórinn segir Dag hafa kallað sig „lyginn óheilindamann“ sem væri haldinn „mannfyrirlitningu“.

„Ég held að þeir sem hafi fylgst með ljóðum mínum og lögum allt frá 2013 viti að ég er ekki horfinn af sjónarsviðinu, eins og Dagur gefur í skyn. Og ég hef fram á síðustu ár rétt mörgum hjálparhönd sem læknir, enda reyndur í því starfi. Illt er að Dagur skuli sem læknir tala niður til mín. Enn verra er þó að hann þegir yfir öllu því ljóta sem hann hefur gert á minn hlut,“ segir Ólafur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -