Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ólafur fagnar því að vera laus við neysluna: „Mér var orðið sama þó ég myndi deyja“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólafur nokkur opnar sig um neyslu sína sem hafi nánast gengið af honum dauðum. Raunar varð neyslan til þess að honum var orðið saman um dauðann. Nú hefur Ólafur verið edrú frá þjóðhátíðardeginum í sumar og heldur í dag upp á hálfs árs edrúafmæli. Hann sér nú loksins tilganginn með því að lifa.

Frá neyslu sinni segir Ólafur á Facebook-síðu góðgerðarsamtakanna Það er von sem berjast fyrir fólk sem glímir við fíknivanda og halda úti forvarnarsíðu. Þar segir Ólafur. „Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020. Á þeim tíma sem ég hef verið edrú hef ég vaknað hamingjusamur og loksins verið sáttur með sjálfan mig. Sofnað stoltur og með ást í hjarta. Ég er svo þakklátur fyrir að geta loksins unnið í sjálfum mér, ég náði því ekki í neyslu. Ég skildi ekki afhverju mér leið alltaf svona illa,“ segir Ólafur.

Ólafur segir að á meðan hann var í neyslu hafi sífelldar spurningar leitað á hann. „Af hverju ég? Af hverju gengur aldrei neitt upp hja mér? Sem ég gat aðeins svarað með: „Það væri best ef ég væri dauður“. Mér var orðið sama þó eg myndi deyja úr neyslu. Það var sem ég þráði svo oft á mínum tíma í neyslu,“ segir Ólafur og bætir við:

„Það að reyna deyfa sársaukan með hugbreytandi efnum dugði stutt. Mér var farið að líða verr þegar ég var fá mér. Efninn höfðu svikið mig, hvað var þá eftir? Sama hvaða efni ég notaði. Það endaði alltaf á sama hátt. Sjálfsvorkunn, ótti, fullur af hroka og þráhyggju. Þetta var ekki lífið sem ég vildi lifa.“

Ólafur segir að þegar hér hafi verið komið við sögu hafi aðeins tvennt verið í stöðunni. Annað hvort að gefast upp eða rífa sig upp og gera eitthvað í málunum. Hann fór í meðferð en hélst aðeins í 54 daga frá neyslu. „Enda gerði ég ekkert, mætti ekki á fundi, vann ekki í sporunum. Laug að mínum nánustu. Ég taldi mig þó svo vera alveg með þetta, enda setti ég mig í stöðu leikarans,“ segir Ólafur og bendir á að neyslan hafi eftir fyrstu tilraun á Vogi farið stigmagnandi:

„Það fór svo þannig að ég gat alveg fengið mér 1 gramm. Það var fljótt að breytast í 2 svo þaðan í dagneyslu af amfetamín og kókaíni. Ég tel mig vera mjög heppinn að hafa komist aftur inn á Vog. Því í dag er ég loks hamingjusamur og nýt þess að vakna á morgnana. Mér finnst loks tilgangur að lifa og hlakka til næsta dags. Að gera betur en ég gerði daginn áður Einn dag í einu held ég ótrauður áfram. Þar sem var myrkur er loks ljós og þar elska ég að vera.“

Edrú dagurinn minn er 17. júní 2020.
Ég fagna því með hálfs árs edrú afmæli 17. desember.
Á þeim tíma sem ég hef verið…

Posted by Það er Von on Thursday, December 17, 2020

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -