Þriðjudagur 27. september, 2022
2.7 C
Reykjavik

Ólafur miður sín og bíður eftir símanúmeri Dags: „Bara gert í bríeríi rétt fyrir svefninn“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Fjöldi fólks krefst þess að Sjálfstæðisflokkurinn sverji af sér varaborgarfulltrúa flokksins í Reykjavík, Ólaf Guðmundsson, eftir ummæli hans í athugasemdakerfi Vísis. Ólafur segir skotárás á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra sé honum sjálfum að kenna. Á Twitter eru ummæli hans dregin fram en þeim virðist hafa verið eytt úr athugasemdarkerfi Vísis.

Samkvæmt skjáskotum mun Ólafur hafa sagt: „Byrjaðu á sjálfum þér…. Hér er afleiðing af því sem hampað hefur verið frá svokallaða hruninu 2008. Nú er byltingin komin heim og þú verður bara að taka því Hr. borgarstjóri.“

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fordæmt skotárás á bíl Dags en á Twitter er þess krafist að flokkurinn sverji Ólaf af sér. „Ef hann er ennþá borgarfulltrúi í lok þessa dags þá er ljóst að það er eitthvað alvarlegt að í þessum flokk,“ skrifar Hörður Ágústsson verslunareigandi.

Maggi Pera er sá sem bendir á þessi ummæli og skrifar hann: „Hey Sjálfstæðisflokkur, er þetta ekki varaborgarfulltrúi ykkar? Eru þessi ummæli í lagi? Hvað hafið þið sagt við hann?“

Ólafur segist sjá að sér í samtali við Mannlíf og hann hafi fjarlægt ummælin. „Þetta var bara gert í bríeríi rétt fyrir svefnin. Þetta var ekki rétt hjá mér og ég ætla að biðjast afsökunar. Ég er bara að bíða eftir því að fá númerið hjá honum svo ég geti hringt og beðist afsökunar. Það gera allir mistök og umræða um afsögn á ekki rétt á sér. Þetta var ekki illa meint“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -