• Orðrómur

Ólafur Páll er látinn aðeins 43 ára: „Elsku Óli bróðir, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig“

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ólafur Páll Jónsson lést föstudaginn 27. mars síðastliðinn, aðeins 43 ára að aldri. Hann hafði háð erfiða baráttu við krabbamein og varð á endanum að lúta í lægra haldi fyrir þessum skæða sjúkdómi.

Ólafur fæddist í Reykjavík 27. maí 1977 þar sem hann ólst upp. Hann lauk hann námi frá Verslunarskóla Íslands og síðar á tölvubraut í Iðnskólanum í Reykjavík. Lengst af starfaði hann sem kerfisfræðingur hjá Stjórnarráðinu. Hann var jarðsunginn í gær frá Fossvogskapellu.

Blessuð sé minning Ólafs.

- Auglýsing -

Ólafur var ókvæntur og barnslaus. Eina systir hans, Linda Björk, minnist yngri bróður síns með hlýjum orðum í minningargrein í Morgunblaðinum. „Elsku bróðir, það er átakanlegt og erfitt að hugsa til þess að sjá þig ekki aftur. Þú varst einstaklega ljúfur og góður, alltaf glaður og brosandi með góða nærveru og áttir alveg sérstaklega gott samband við mömmu, þið voruð svo náin og góðir vinir. Þú varst svo góður og örlátur við frænkur þínar Birtu og Heklu og því munu þær aldrei gleyma. Elsku Óli bróðir, það er svo sárt að þurfa að kveðja þig, minning þín mun alltaf lifa í hjarta mínu,“ segir Linda.

Ljóst er að Ólafur var góður vinur og því fékk Andrés frændi hans að að kynnst. „Óli kenndi mér mikið í lífinu og það er erfitt að hugsa til þess að ég muni ekki hitta hann aftur í þessu lífi. Óli var einstaklega hjálpsamur vinur og frændi. Það skipti engu máli hvað það var, Óli var alltaf til í að hjálpa. Óli var frábær persóna og hans hlýja nærvera töfraði fram það besta í öllum. Það var erfitt og sárt að fylgjast með baráttu Óla við krabbameinið. Hann sýndi aðdáunarvert æðruleysi og ótrúlegan styrk í sinni baráttu. Með hlýju í hjarta og miklum söknuði kveð ég frábæran frænda. Takk fyrir góðu stundirnar og alla hjálpina kæri frændi, þú munt alltaf lifa í hjarta mínu,“ segir Andrés.

Viktor J. Vigfússon minnist frábærs samstarfsfélaga hjá Stjórnarráðinu. „Við vorum lánsöm að eiga Óla Palla fyrir samstarfsmann og góðan félaga, sum okkar á annan áratug. Við minnumst hans glaðværðar, léttleikandi húmors og góðu nærveru. Óli færði birtu inn á vinnustaðinn. Hans er sárt saknað,“ segir Viktor.

- Auglýsing -

Ragnar minnist einnig góðs vinar í minningargrein. „Óli, frábær vinur minn, er látinn allt of ungur. Hann var algjört gull af manni og vildi allt fyrir mann gera. Ég á eftir að sakna þess mikið að eyða tíma með þér en eftir sitja dýrmætar minningar sem ég mun aldrei gleyma. Bless elsku Óli,“ segir Ragnar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -