Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Ólafur var kallaður á starfsmannafund: „Ég varð að samþykkja þetta algjörlega nauðugur“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Mér datt ekki í hug að þjóðfélagið væri komið á það stig að menn mættu ekki tjá sig. Á fundinum var mér sagt að þrír stærstu viðskiptavinir Hampiðjunnar voru ósáttir við að ég væri að standa í kosningabráttu. Þessir þrír aðilar sögðu að ef ég yrði ekki rekinn þegar í stað þá myndu þeir slíta öllum viðskiptum við Hampiðjuna; skilmálarnir voru eftirfarandi: Engin stjórnmál, aldrei að tjá mig í fjölmiðlum og ekki taka þátt í pólitískri umræðu um kvótakerfið,“ segir Ólafur Jónsson, fyrrverandi skipstjóri, alltaf kallaður Óli ufsi, í upplýsandi viðtali í Sjóaranum, hlaðvarpi Mannlífs.

Hann starfaði í Hampiðjunni en komst í bobba vegna andstöðu sinnar við kvótakerfið.

Óli á sér langa sögu í sjávarútveginum hér á landi. Hann hefur komið víða við og þótti fengsæll með afbrigðum.

Eftir að hafa gert nokkur myndbönd fyrir alþingiskosningarnar árið 1998 var Óli kallaður á fund með æðstu stjórnendum Hampiðjunnar og honum settir afarkostir.

„Ég varð að samþykkja þetta algjörlega nauðugur.“

Óli segir að hann hafi ekki fengið að vita hvaða aðilar þetta voru – en það átti eftir að breytast:

- Auglýsing -

„Í nóvember árið 2011 er ég heima hjá dóttur minni þegar síminn hringir; þá er það Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og byrjar símtalið á þessum orðum:

„Ætlarðu aldrei að læra?“

Átti hann þar við lítinn greinarstúf sem ég hafði ætlað að koma inn á mogga og hafði sent þangað þremur dögum áður með loforði um birtingu. Þorsteinn Már þylur síðan upp þegar hann hafði sett fótinn fyrir mig hvað eftir annað í þeirri viðleitni minni að koma mér upp útgerð. Svo skellti hann á og ég náði ekki einu sinni að svara honum.“

- Auglýsing -

Óli frétti síðan í kjölfarið í gegnum trúnaðarvin sinn hjá Hampiðjunni að það var Þorsteinn Már sem fór fyrir hópnum sem knúði Óla til að samþykkja áðurnefnda skilmála svo hann héldi vinnunni hjá Hampiðjunni.

Hlustaðu á viðtalið við Óla í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -