Þriðjudagur 23. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Óttar: „Spítalinn græðir en læknirinn ekki: Læknar með reynslu og þekkingu neyddir til að hætta“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Óttar Guðmundsson geðlæknir er nýr formaður Öldungadeildar Læknafélagsins og hann segir eitt af markmiðum deildarinnar að ná fram meiri sveigjanleika varðandi starfslok lækna.

„Við viljum ekki að fæðingarárið gildi heldur andlegt ástand, heilsa og vilji til að halda áfram,“ segir öldungurinn Óttar.

Hann bætir við að það sé ótrúlegur læknaskortur hér á landi og því sárt að upplifa það að fólk í fullu fjöri, með mikla reynslu og þekkingu er neytt til að hætta störfum; fólk sem vill vinna áfram.

Geðlæknirinn Óttar segir að „spítalinn hefur verið harður með þetta en sé þörfin mikil mega menn vinna sem verktakar á tímakaupi. Kjörin versna mjög við það og spítalinn græðir á því en læknirinn ekki. Hann er ekki með veikindarétt eða önnur réttindi sem fylgja því að vera í fullu starfi.“

Sjálfur er Óttar enn sprækur líkt og kýrnar á vorin; í fullri vinnu sem geðlæknir. „Ég er um tvo og hálfan vinnudag á stofunni minn; ver degi í viku á Landspítala og hálfum í Krísuvík og það er með mig eins og eldgosið á Reykjanesi; það veit enginn hvenær það hættir.“

Á spítalanum vinnur hann innan trans-teymisins og hefur frá stofnun fyrir tuttugu og fjórum árum síðan.

- Auglýsing -

Óttar segir að „ég er einn þeirra sem vinnur á tímakaupi, en hefði viljað vera á öðruvísi samningi; á sömu kjörum og ég hafði þegar ég var og hét á spítalanum. Þetta er baráttumál okkar eldri lækna. Við viljum vera sýnilegri og hluti af Læknafélagi Íslands; njóta réttinda og annars sem læknar hafa en missa þau við ákveðinn aldur.“

Að mati Óttars hefur orðið „ótrúleg sprenging í málaflokki transfólks,“ en Óttar er einn eftir af upprunalegu sérfræðingunum í öflugu transteymi Landspítala.

„Við héldum í byrjun að nýgengið yrði um tveir sjúklingar á ári en nú er það um sextíu á ári sem vilja hefja greiningu. Fólkið hefur vegferðina yngra; rétt undir tvítugu og þá hafi kynjahlutfallið breyst.

- Auglýsing -

„Þegar ég byrjaði árið 1997 voru kannski þrjár til fjórar transkonur á móti hverjum einum transmanni en núna eru hlutföllin jöfn. Það er alþjóðleg þróun og engin sérstök skýring“ segir Óttar og bætir við:

„Mikil vakning hefur verið í samfélaginu um kynvitund og til að mynda hefur kynsegin fólk – nonbinary – bæst í hópinn. Óttar segir að „meðferðin í dag er mun sveigjanlegri en í upphafi. Kyn-aminn er svo sterkur að fólk er tilbúið að fara í gegnum þessa erfiðu greiningu og sársaukafullu meðferð. Einstaklingunum líður miklu betur þegar þeir eru komnir í það kyn sem þeir tilheyra, sem er gefandi að upplifa með þeim.“

Heimild: Læknablaðið

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -