Laugardagur 9. nóvember, 2024
9.9 C
Reykjavik

Óli Björn fær nóg af Vinstri-grænum: „Útilokað er að rétt­læta sam­starf við þá í rík­is­stjórn“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gríðarleg reiði er á meðal sjálfstæðismanna vegna þeirrar ákvörðunar Vinstri-grænna að kosið verði í vor en ekki í haust þegar fjögur ár verða liðin frá því efnt var til stjórnarsamstarfsins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lét hafa eftir sér í gær að það væri ekki á valdi Svandísar Svavarsdóttur, formanns VG, að ákveða kjördag. Mikill þungi er í þeirri yfirlýsingu. Í blaðagrein í dag er Óli Björn Kárason, alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, er afdráttarlaus í yfirlýsingum í garð samstarfsflokksins sem hann nánast fordæmir.

„Hingað og ekki lengra“, seg­ir Óli Björn í grein sinni um rík­is­stjórn­ar­sam­starfið. Hann segir að Vinstri græn­ir hafi í raun bundið enda á stjórn­ar­sam­starfið og vís­ar þar til álykt­un­arinnar sem sem samþykkt var á lands­fundi VG um helgina.

Óli Björn Kárason.

Hann segist ekki ef­ast um að Vinstri græn­ir trúi því og treysti að sam­starfs­flokk­arn­ir í rík­is­stjórn láti yfir sig ganga að minnsti flokk­ur­inn taki þingrofs­heim­ild­ina af for­sæt­is­ráðherra og setji sam­ráðherr­um sín­um stól­inn fyr­ir dyrn­ar í mik­il­væg­um mál­um.

„En nú er lang­lund­ar­geð mitt end­an­lega þrotið. Fram­ganga Vinstri grænna er með þeim hætti að úti­lokað er að rétt­læta sam­starf við þá í rík­is­stjórn,“ skrif­ar Óli Björn. Samkvæmt þessu er algjör trúnaðarbrestur í samstarfinu og ríkisstjórnin riðar til falls.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist vera undir 15 prósent fylgi og hrun blasir við honum ef skoðanakannarir ganga eftir. Mikil taugaveiklun er vegna þessa. VG er í enn verri stöðu og eru í útrýmingarhættiu með fylgi sem mælist í versta falli vera þrjú prósent.

Forystumenn Framsóknarflokksins horfa einnig fram á fylgishrun og hafa misst meira en helming fylgis síns. Þessu til viðbótar þá er ríkisstjórnin sú óvinsælasta í lýðveldissögunni.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -