Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Óli Björn Kárason: „Lágmarkslaun á Íslandi eru þau þriðju hæstu í löndum OECD“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Eiginfjárstaða heimilanna hefur gjörbreyst til hins betra” sagði Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. „Síðustu ár hefur vöxtur kaupmáttar verið mestur á Íslandi af öllum Norðurlöndunum.”

„Það eru áskoranir að glíma við tímabundinn samdrátt en um leið verða til tækifæri.” Óli benti á að mikilvægt væri að krefja stofnanir um hagkvæman rekstur á tímum samdráttar. „Farið sé betur með sameiginlega fjármuni.” Slakann í hagkerfinu eigi ríkið að nota til að ráðast í arðbærar fjárfestingar.

Óli ræddi uppbyggingu á heilbrigðiskerfinu. „Réttur hins sjúkratryggða á að vera í forgrunni.” Uppbygging og skipulag eigi að taka mið að þörfum einstaklinga en ekki kerfisins.

Hann benti á að ýmislegt hafi verið áorkað á undanförnum árum og nefndi þar þróun launamála. „Á Íslandi eru greidd önnur hæstu meðallaun meðal ríkja OCD. Lágmarkslaun á Íslandi eru þau þriðju hæstu í löndum OCD.” Þá sagði hann jafnrétti kynjanna vera hvergi meiri en á Íslandi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -