Þriðjudagur 18. janúar, 2022
-0.2 C
Reykjavik

Óli Palli með hlý og falleg minningarorð: „Hann hafði mikil áhrif á mig og í raun allt mitt líf“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólafur Páll Gunnarsson, skaga- og útvarpsmaður, ritar falleg minningarorð um fyrrum kennara sinn í Fjölbrautarskóla Vesturlands Akranesi sem nú er látinn. Útvarpsmaðurinn segir Hörð Ragnarsson kennara haft haft mikil áhrif á allt sitt líf.

Ólafur Páll ritar færslu inn í hópi bæjarbúa á Facebook þar sem hann minnist Harðar með hlýjum orðum en Óli lærði rafeindavirkjun hjá honum. Við skulum gefa Óla Palla orðið:

Blessuð sé minning Harðar.

„Ég komst að því fyrir tilviljun í síðustu viku að minn gamli góði kennari væri látinn. Ég hefði viljað fylgja honum síðustu metrana. Hann hafði smitandi áhuga á því sem hann var að kenna og kenndi okkur strákunum sem voru hjá honum miklu meira en hann átti að gera. Við fengum að búa til allskyns hluti hjá honum sem voru ekki hluti af námsefninu eða á námsskrá. Það varð til þess að við vorum miklu meira í skólanum en við áttum að vera og lærðum heilan helling, segir Óli Palli og heldur áfram:

„Hörður var einstakur kennari – stundum svolítið harður, en bara yst. Ég hitti Hörð ekki nema tvisvar eftir að hann fékk áfallið sem kom honum í hjólastól og stal af honum málinu að mestu. Seinna skiptið var á sjúkrahúsinu hér á Akranesi fyrir c.a. 5 árum. Við spjölluðum aðeins saman eins og við gátum, og ég sá á augnaráðinu að gamli góði Hörður var allur til staðar þarna á bakvið – það vantaði bara tengingar til að hann gæti tjáð sig eins og áður. Hörður var besti kennari sem ég hef haft – hann hafði mikil áhrif á mig og í raun allt mitt líf. Ég þakka fyrir það þó seint sé.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -