Miðvikudagur 28. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Ólína ætlar ekki að taka áhættuna á að fara í sund: „Þetta er ekki lekker tilhugsun“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Margir fögnuðu í gær þegar það var tilkynnt að sundlaugar myndu opna á ný. Þær hafa verið lokaðar um alllangt skeið vegna COVID.

Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi alþingiskona, segist á Facebook ekki ætla að vera meðal fyrstu gesta. Sumir munu ef til vill hugsa sig tvisvar um, líkt og hún.

„Ég er að hugsa um þetta með sundlaugarnar. Að mæta ásamt fjölda fólks (allt að 350 manns) í sundlaugarnar og stinga sér ofan í vatnið þar sem hugsanlega smitað fólk er líka að svamla, blása frá sér og svitna í sama vatnið og leikur um mig … fara svo í pottinn þar sem fólk svitnar enn meira og andar út í gufuna hugsanlegum kórónuveirum … þetta er ekki lekker tilhugsun,“ segir Ólína og bætir við að lokum:

„Ég ætla að bíða með þetta.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -