Þriðjudagur 28. mars, 2023
-1.2 C
Reykjavik

Ólína og smáa letrið: „Hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan?“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir lenti í vatnstjóni er vatn tók að leka inn í íbúð hennar. Hélt hún að húseigendatryggingin dekkaði tjónið en svo las hún smáa letrið.

Veðurfarið hefur alls ekki verið upp á sitt besta á landinu undanfarið og næsta öruggt að þónokkur húsnæði verði fyrir vatnstjóni af völdum þess. Og þá er gott að vera vel tryggður. Ólína Kjerúlf skrifaði færslu á Facebook þar sem hún sýnir vatnstjón sem orðið hefur á heimili hennar er vatn tók að leka inn í íbúð hennar eftir nýjustu lægðina sem gekk yfir landið. Hélt hún að tryggingin dekkaði tjónið en svo var ekki.

„Jæja – nú reyndi á húseigendatrygginguna hjá Verði. Asahlákuákvæðið …. því eins og allir vita hafa veðurskilyrði verið með eindæmum síðustu tvo sólarhringa og nú byrjaði skyndilega mikill leki í íbúðinni hjá okkur. En nei, því miður. Tryggingaákvæðið um tjón af völdum „skýfalls og asahláku“ bætir ekki tjón vegna „utanaðkomandi vatns“.

Með öðrum orðum – ákvæðið er merkingarlaust, því hvaðan ætti vatn vegna „asahláku eða skýfalls“ að koma ef ekki að utan?

Það ættu að vera sektarákvæði í lögum um blekkingar í tryggingaskilmálum.“

Mannlíf hringdi í tryggingafélagið Vörð við vinnslu fréttarinnar og var beðið um að senda fyrirspurn í tölvupósti. Ekki hafði borist svar frá Verði varðandi málið þegar fréttin er skrifuð. Svarið verður birt síðar, berist það.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -