Laugardagur 14. september, 2024
9.5 C
Reykjavik

Ólína skaut tappa úr flösku á meðan Mountaineers of Iceland fékk skammir

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Vikulega tekur ritstjórn Mannlífs saman hverjir hafi átt góða og slæma viku. Þessi lentu á lista.

Góð vika – Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
Félagar Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa ærna ástæðu til að fagna enda standa þeir uppi sem sigurvegarar í vali lesenda Mannlífs á manneskju ársins, eins og fjallað er um annars staðar í blaðinu, og raunar bara allir sem komust á blað í þeirri kosningu. Hildur Guðnadóttir gerði líka gott mót þegar hún hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í Joker og var tilnefnd til Bafta-verðlauna. Spá sumir því að Hildur fái jafnvel Óskarinn en ef svo fer þá yrði hún fyrsti Íslendingurinn til að hljóta þau verðlaun. Skörungurinn Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hafði sömuleiðis ástæðu til að skjóta tappa úr flösku því ríkislögmaður komst að samkomulagi við hana um greiðslu bóta fyrst gengið var fram hjá henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum. Nemur fjárhæðin 20 milljónum en Ólína hefur reyndar upplýst að eftir skatta sé upphæðin 13 milljónir, sem miðist við eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar. Sjálf segir Ólína að svona hefði þó ekki þurft að fara hefði Þingvallanefnd vandað verk sín betur og svo gengist við ábyrgð sinni þegar fyrir lá að hún braut lög.

Slæm vika – Mountaineers of Iceland
Hart er barist um að komast í þetta dálkapláss. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hefur verið í eldlínunni vegna neyðarástandsins á bráðamóttöku Landspítalans og grænkerar sækja nú hart að Sævari Helga Bragasyni og Andra Snæ Magnasyni fyrir að tala ekki nógu mikið um kjötlausan lífsstíl í umræðunni um loftslagsmál. Fáir hafa þó fengið jafnslæma útreið og Mountaineers of Iceland sem sendu stóran hóp ferðamanna í ofsaveðri upp á hálendi og drógu að leita aðstoðar björgunarsveita. Þegar blaðamaður Fréttablaðsins leitaði svara hjá starfsmanni vegna málsins var honum sagt að „grjóthalda kjafti.“ Yfirlýsing fyrirtækisins þess efnis að starfsfólkið harmi atburðinn og biðjist velvirðingar og ætli að rannsaka atvikið, sem virðist vera í tísku um þessar mundir hjá þeim sem verða uppvísir að einhverju misjöfnu, virkar eins og aumt yfirklór. Er þetta heldur ekki í fyrsta sem Mountaineers of Iceland komast í hann krappann. Skemmst er að minnast þess þegar hjón, sem týndust í sleðaferð með fyrirtækinu, stefndu rekstraraðila félagsins og fengu greiddar bætur.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -