Mánudagur 22. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Olíuverð stýrir Íslandi

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heimsmarkaðsverð á olíu er ráðandi þáttur í efnahagslegum uppgangi og erfiðleikum Íslendinga. Það hefur áhrif á heimilin í landinu, sjávarútvegsfyrirtæki, flutningsfyrirtæki og sérstaklega flugfélög. Það hefur áhrif á verðbólguþróun og þar af leiðandi kaupmátt og vaxtakjör.

Ísland hefur um margt notið góðs af rússíbanareið olíuverðsins á heimsmarkaði á undanförnum árum. Verðið var í 130 Bandaríkjadölum á tunnuna árið 2011 og hélst hátt alveg fram til ársins 2014.  Þá hrundi það á skömmum tíma og var komið niður í 25 Bandaríkjadali í byrjun árs 2016.

Á sama tíma var ferðaþjónustan að vaxa hratt, fjármagnshöft voru enn fyrir hendi, hagvöxtur var gríðarlegur ár eftir ár og staða þjóðarbússins batnaði verulega.

En nú eru blikur á lofti. Á einu ári hefur heimsmarkaðsverð á olíu hækkað um rúmlega 50 prósent. Það hefur sett ferðaþjónustugeirann í uppnám, sérstaklega vegna versnandi rekstrarskilyrða íslensku flugfélaganna, sem þurfa að kaupa mikið af eldsneyti á vélar sínar. Það hefur hækkað rekstrarkostnað heimila, sem flest þurfa að treysta á bíla til að koma sér á milli staða í daglegu amstri. Og það hefur ýtt við verðbólgudraugnum, sem hefur sofið værum blundi árum saman. Hann er ekki vaknaður, en hann er að rumska.

Af hverju er heimsmarkaðsverðið á olíu að hækka svona mikið á svona skömmum tíma? Ein helsta ástæðan eru þær viðskiptaþvinganir sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, setti á Íran.

Fjallað er ítarlega um áhrif heimsmarkaðsverðs á olíu á íslenskt efnahagskerfi og samfélag í Mannlífi dagsins. Hægt er að lesa þá umfjöllun í heild sinni á vef Kjarnans hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -