Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Öll elítan í sama hólfinu – „Ég er ekki að grínast” – Tónleikarnir opnuðu augu Árna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Árni Tryggvason var meðal þeirra fjölmörgu sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar píanóleikara um helgina. Talið er að á þeim fyrri á föstudag hafi smitaður maður verið meðal gesta. Nú er unnið að smitrakningu en óttast margir hópsmit í uppsiglingu.

Árni var hins vegar meðal gesta á laugardag en á Facebook greinir hann frá upplifun sinni. Hann furðar sig á því að gott sem öll elíta landsins í stjórnmálum hafi verið í sama hólfinu, hlið við hlið. Í samtali við Mannlíf segist Árni ekki vilja skamma neinn heldur vekja fólk til umhugsunar. 

Á annars stórgóðum tónleikum í Hörpu í gær, þá voru í sama sóttvarnarhólfi (Svalir 2) og ég, nokkrir fleiri mikilvægir einstaklingar. Á svæðinu voru forsetinn, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, menntamálaráðherra og borgarstjóri. Ég er ekki að grínast. Hvers vegna var þetta fólk allt sett í sama hólf (og það með mér)?,” spyr Árni á Facebook.

Árni segir enn fremur að þessi uppákoma hafi breytt viðhorfi hans, nú ætlar hann að forðast mannamót í nokkra mánuði í það minnsta. „Fussaði og sveiaði yfir þessum grímum, spritti og smitparanoju. Nú forðast ég svona samkomur þar til allt er yfir staðið. Á sem betur fer fullt af áhugamálum sem bjóða upp á grímulausa útiveru. En tónleikarnir voru góðir,” skrifar Árni. 

Í samtali við Mannlíf segist Árni hafa verið hissa. „Við vorum bara öll farin að vona að lífið væri farið að falla í eðlilegar skorður að nýju. Ég vil ekki dæma neinn út af þessu, en þetta var athyglisvert. Kannski bara að gæta þess að dreyfa fólki betur en engu að síður var ég hissa þegar ég sá hve margir voru á tónleikunum.  Enda sagði Víkingur að kannski væru þetta fjölmennustu tónleikar í heiminum þetta kvöldið. Þannig að ég var ekki að dæma neinn með þessar færslu. Bara að vekja til umhugsunar.” 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -