Fimmtudagur 22. september, 2022
9.1 C
Reykjavik

Öllum jólagjöfunum stolið – Eyrún og fjölskylda í áfalli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frændfólk Eyrúnar Brynju varð fyrir því áfalli að brotist var inn í bíl sem var stúttfullur af jólapökkum þeirra. Eyrún vekur athygli á þessu á Facebook fyrir þeirra hönd en líkt og gefur að skilja þá eru þau í áfalli. Hún segist í samtali við Mannlífi vonast til þess að borgarar á varðbergi geti hjálpað þeim að finna gjafirnar.

„Rétt í þessu voru frændi minn og kona hans að tilkynna mèr að brotist hafi verið inní bíl vinar þeirra, bíllinn var fullur af jólapökkum sem áttu að fara norður í dag en svo verður ekki því ÖLLU var stolið úr bílnum. Þetta hefur átt sèr stað í nótt í Tunguseli í Breiðholtinu. Vinur hans átti líka fullt af pökkum og dóti auðvitað í bílnum,“ segir Eyrún. Því er ljóst að umtalsvert magn gjafa er nú saknað.

Hún biður alla að hafa þetta í huga þegar þeir sjá hluti til sölu næst daga. Hún segir lögregluna komna í málið. „Ef einhver hefur upplýsingar varðandi þetta mál vil ég biðja ykkur að hafa samband við lögreglu. Einnig vil ég biðja ykkur að hafa augun opin fyrir hlutum til sölu á netinu. Hér fyrir neðan læt ég fylgja mynd af því sem 1 árs dóttir mín hefði til dæmis fengið í jólagjöf frá frænda sínum og konu hans,“ segir Eyrún. Hér fyrir neðan má sjá mynd af jólagjöfinni.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -