Fimmtudagur 25. apríl, 2024
9.8 C
Reykjavik

Ólöf birtir ummæli sín aftur: „Ég hafna alfarið kröfum Ingólfs ummæli mín voru ekki ærumeiðandi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ólöf Tara Harðardóttir, einka – og næringarráðgjafi og meðlimur Öfga, var að setja út yfirlýsingu á Facebook reikningi sínum, þess efnis að hún hafni að öllu leiti kröfum Ingólfs Þórarinssonar, eða Ingó veðurguðs.

 

Ólöf Tara Harðardóttir ætlar ekki að láta Ingó vaða yfir sig.

 

Ólöf Tara útskýrði sína ákvörðun og sagði jafnframt að hún ætlaði að birta aftur ummælin sem hún fékk kröfubréfið vegna, einfaldlega vegna þess að hún segist ekki hafa gert neitt rangt, ekkert nafn nefnt og enga æru sift þar af leiðandi. Hér má lesa innlegg Ólafar Töru í heild sinni:

„Ef það var ekki ljóst þá hafna ég alfarið kröfum Ingólfs. Ummæli mín voru ekki meiðandi né var Ingólfur nafngreindur við þau ummæli. Framsetningin í kröfubréfi er samhengislaus og vegur að tjáningarfrelsi mínu. Ummælin sem um ræðir “Engin dagskrá komin fyrir tónlistaratriði. Ekkert nafn á þann sem leiðir brekkusönginn” þið vitið svo hvernig seinasta setningin endar. Rúmlega sólarhring síðar kemur fyrsta fréttin um að nefndin og Ingólfur séu í samningaviðræðum. Nokkrum dögum síðar kemur svo tilkynning um Ingólfur verði með brekkusönginn. Umræðan síðustu mánuði er kveikjan á þessum vangaveltum mínum. Af hverju er engin dagskrá komin mánuði fyrir hátíðina? Af hverju hefur enginn verið kenndur við brekkusönginn? Hvað liggur þar að baki? Er nefndin að fara gefa út dagskrá á seinustu stundu til þess eins að gefa ekki rými fyrir umræðu? Þjóðhátíð hefur verið gagnrýnd fyrir það að ráða meinta gerendur í áraraðir. Að ég skuli því velta því upp getur ekki talist refsivert né ærumeiðandi. Ég var vissulega fyrir löngu búin að taka út mín ummæli, snemma í júlí þegar almennings umræðan var orðin tengd við eitt nafn. Ekki vegna þess að ég get ekki staðið við ummæli mín heldur vegna þess að það er engin ný taktík að reyna svona aðferð til þess að þagga niður í almennings umræðunni. Ég vissi miðað við framferði hans í fjölmiðlum yrði ráðist á alla þá sem mögulega, kannski, einhvern tímann hafa sagt eitthvað sem Ingólfur gæti mögulega, kannski túlkað sem rógburð um sig sjálfan. Ég hef því tekið ákvörðun um að birta ummælin mín aftur, vegna þess að ég sagði ekkert rangt, ég setti ekkert nafn fram í þessum vangaveltum, ég hef enga æru svift og ég hef fengið nóg af karlmönnum sem reyna þvinga með öllum mögulegum brögðum fram mitt samþykki.“

 

- Auglýsing -
Skjáskot af ummælum Ólafar Töru sem Vilhjálmur Vilhjálmson lögmaður taldi alvarleg ummæli um umbjóðanda sinn, Ingólf Þórarinsson.

 

 

 

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -