Sunnudagur 19. janúar, 2025
0.5 C
Reykjavik

Ólöf krafðist þrjátíu þúsund króna á dag vegna frjókorna af trjám nágrannans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nágrannaerjur enduðu í héraðsdómi þann 30. september síðastliðinn.
Erjurnar sem um ræðir snúast um aspir sem standa á lóð í Grafarvogi.
Þá krafðist stefnandi, Ólöf Harpa Halldórsdóttir, þess að aspirnar yrðu klipptar niður í 180 cm hæð.

Þá vildi Ólöf beita dagsektum, sem hún fengi greiddar, að upphæð 30.000 krónur.
Ólöf vildi einnig að aspareigandinn greiddi málskostnað.

Ólöf segir að hún hafi reynt í mörg ár að fá aspirnar felldar. Segir hún að aspirnar hafi bæði neikvæð og skaðleg áhrif á lóð hennar. Byggði hún kröfu sína á því að frjókorn af öspunum þeki lóð hennar, og berist einnig inn um glugga og útidyr. Óheimilt sé að gróðursetja aspir á lóðamörkum og að fólk verði að taka tillit til nágranna sinna.

Bætir Ólöf við að hún hafi komist að samkomulagi við fyrrverandi íbúa um að aspirnar yrðu felldar. Því miður hafi hann fallið frá áður en til þess kom að fella trén.

Nágrannar Ólafar, og eigendur aspanna, Þór Elís Pálsson og Jóhanna Bernharðsdóttir, segjast hvorki vilja fjarlægja aspirnar, né lækka þær.
Jóhanna segist þegar hafa fjarlægt tvö tré af tillitssemi. Auk þess hafi hún fengið garðyrkjufyrirtæki til þess að snyrta gróður og fjarlægja greinar sem voru farnar að teygja sig yfir í garða nágranna. Aspirnar séu ekki á lóðamörkum, heldur á hennar lóð og njóti hún skjóls af trjánum.

Niðurstaða í nágrannaerjunum varð sú að aspirnar fá að standa.
Skrúðgarðyrkjumeistari var fenginn til þess að meta aðstæður.
Sagði hann ólíklegt að aspirnar sköpuðu hættu á svæðinu og ekkert bendi til þess að aspirnar eyðileggi lagnir í hverfinu. Þess þó heldur sagði hann aspirnar gagnlegar vegna skjóls sem þær veittu.
Þá verði Ólöf að sætta sig við þau óþægindi sem hún segir aspirnar valda. Auk þess hafi það verið metið svo að hagsmunir Jóhönnu og Þórs séu meiri en Ólafar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -