Fimmtudagur 25. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Ólöf refsar foreldrum Kolbeins: „Ég vel hvaða staði ég kýs að versla ekki við“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Ég versla ekki við: Vefjuna, Bakarameistarann, Litlu kaffistofuna, Kaffi krús – Bæta fleirum við?“ Skrifar Ólöf Tara á Twitter í gær. Þar óskar hún eftir lista yfir matsölustaði til að forðast.

Ólöf Tara er einn af stjórnendum Öfga en er hópurinn feminiskur baráttuhópur og lýsing hópsins á Twitter er: Róttækur aktívismi á ekki að vera þægilegur.

Hópurinn Öfgar hefur verið mjög áberandi í me too umræðunni og í þeim kynferðis- og obeldisbrotamálum og ásökunum sem hefur verið fjallað um síðustu vikur. Ásakanirnar eru meðal annars á hendur Sölva Tryggva, Ingó Veðurguðs, Kolbeins Sigþórssonar og fleiri leikmanna innan KSÍ en hafa þeir allir ýmist verið sakaðir eða kærðir fyrir slík brot.

Í gær birti Ólöf Tara listann af matsölustöðum sem hún ætlar að sniðganga og gefur ástæðu fyrir því.

„Ég vel hvaða staði ég kýs að versla ekki við útfrá minni afstöðu gegn ofbeldismenningu. Hvort sem það eru aðilar sem hafa opinberlega stutt meinta gerendur, ráðist að þolendum eða framið meint ofbeldisbrot. Hér er enginn að cancela neinum né banna öðrum að versla við þá staði.“

- Auglýsing -

Margir hafa bætt við matsölustöðum á listann í athugasemdum og spurt nánar út í einstaka staði og hvað liggi þar að baki.

Hlynur er einn þeirra: „Ég hef einmitt gert í því að versla við Bakarameistarann vegna þess hve mikið þau hafa sett í fjáraflanir fyrir Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna. Er eitthvað að frétta þaðan sem maður þarf að vita upp á að endurskoða þá afstöðu?“

Ólöf Tara svarar Hlyni og segir að foreldrar Kolbeins Sigþórssonar eigi Bakarameistarann. „einnig á lögmaðurinn sem birti lögreglugögn til þess að grafa undan þolanda einhvern hlut í fyrirtækinu.“

- Auglýsing -

Lögreglugögnin sem Ólöf Tara á við eru þau sem Sigurður G. Guðjónsson birti á Facebook síðu sinni fyrir stuttu. Í skýrslunni er lýsing Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á ofbeldi sem hún varð fyrir af hálfu Kolbeins Sigþórssonar árið 2017 en engar upplýsingar hafa fengist um það hvernig Sigurður komst yfir skýrslurnar.

Kristinn veltir því fyrir sér hvar mörkin liggi í þessum málum. ,,Þarf ekki líka lista yfir alla sem hafa farið inn á þessa staði og börn þeirra? Eða eru einhverstaðar mörk í þessu?‘‘
Pétur bætir við ,, Ekki matsölustaður en Gæðaegg‘‘
,,Gott að vita, takk,‘‘ segir Ólöf Tara.

Níu matsölustaðir eða fyrirtæki hafa verið nefnd í athugasemdum við innlegg Ólafar síðan í gær, bæði með eða án skýringa.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -