• Orðrómur

Ólöf Tara lýsir gerendameðvirkni Birnu: „Hef horft upp á svo rætna aðför að þolendum ofbeldis“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Èg hef horft uppá síðast liðnar vikur svo rætna aðför að þolendum ofbeldis,“ skrifar Ólöf Tara Harðardóttir sem hefur barist ötullega gegn ofbeldi á konum. Hún svarar pistli Birnu og því hvernig hún vegur að konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi.

Birna Valtýs skrifaði umræddan pistil á Facebooksíðu sína þar sem hún lýsir yfir stuðningi sínum við karlmenn sem sakaðir hafa verið um að hafa beitt ofbeldi. Frétt sem Mannlíf birti um málið má sjá hér. Pistillinn gengið um netheima og stuðað marga .

Ólöf Tara segir að gerandameðvirkni nái hæstu hæðum í pistlinum. Hún rifjar upp viðtal sem Sölvi tryggvasonn lét taka við sig eftir umfjöllun Mannlífs.

„Konur sem stíga fram og segja sína sögu eru ekki að halda þvi fram að karlmenn verði ekki fyrir ofbeldi. Hvaða kona kærir ofbeldi, sem er margra àra ferli og leggur það á sálina sína að fara í gegnum það kæruferli þar sem geðheilsan hennar er dregin í efa, sannleikur hennar dregin í efa, útskúfuð fyrir að vera “lygari” af því að hún er með þráhyggju vegna höfnunar? En að setja saman sjálfsvíg, metoo og konur ljúga…. höfum við ekki öll heyrt þennan… bara hvað í þar seinustu viku þegar þekktur fjölmiðlamaður tók viðtal við sjálfan sig, með nákvæmalega sömu key punktum. Að làta ekki eigin upplifun lita hvaða afstöðu þú tekur? En pistlahöfundur tekur svo afstöðu sjálf útfrá eigin upplifunum“.

Ólöf Tara Harðardóttir

 

Konur hafa stigið fram

- Auglýsing -

Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir af hendi þjóðþekkts manns sem hefur mikið verið í sjónvarpinu og af honum hafa verið myndir á strætóskýlum og fleira. Konurnar eru tvær þær Linda Gunnarsdóttir og Sara Regal. Þær hafa báðar kært manninn auk þriðju konunnar sem er mjög þekkt á Íslandi og var með manninum í sambandi eins og Linda og Sara. Hér má sjá umfjöllun Mannlífs um málið.

Linda Gunnarsdóttir
Sara Regal

Slær þolendur ofbeldis með blautri tusku

Birna Valtýrs

 

- Auglýsing -

Pistill Ólafar Töru í heild sinni

„Èg hef horft uppá síðast liðnar vikur svo rætna aðför að þolendum ofbeldis. Hér er enn ein aðförin. Það er engin forréttindastaða að vera þolandi ofbeldis. Þú færð ekki inngöngu í einhvern elítuhóp sem er gott að vera hluti af. Gerandameðvirknin nær í hæðstu hæðir í þessum pistli. Konur sem stíga fram og segja sína sögu eru ekki að halda þvi fram að karlmenn verði ekki fyrir ofbeldi? Afhverju förum við alltaf þangað? Hver hefur skrifað að karlmenn verði aldrei fyrir ofbeldi? Þú getur ekki núllað út allar þessar mörg hundruð frásagnir afþví að karlmenn verða fyrir ofbeldi. Taktu stand með karlmönnum og talaðu þá um ofbeldi gegn karlmönnum, talaði um sjálfsvíg og þá staðreynd að karlmenn falla frekar fyrir eigin hendi. En að setja saman sjálfsvíg, metoo og konur ljúga…. höfum við ekki öll heyrt þennan… bara hvað í þar seinustu viku þegar þekktur fjölmiðlamaður tók viðtal við sjálfan sig, með nákvæmalega sömu key punktum. Að làta ekki eigin upplifun lita hvaða afstöðu þú tekur? En pistlahöfundur tekur svo afstöðu sjálf útfrá eigin upplifinum.

Meðal annars: Vitni af konu draga tilbaka falska ásökun – staðfestir ekki að svona stór hluti kvenna ljúgi. Þetta er engin staðreynd, heldur upplifun pistlahöfundar. Vitneskja um þráhyggju vegna höfnunar – eigin upplifun sem endurspeglar svo sannarlega ekki staðreyndir þegar það kemur að fölskum ásökunum. Þekkir marga karlmenn í svipaðri stöðu – þeir sem beita ofbeldi viðurkenna það sjaldnast. En hér er meint persónuleg upplifun. Afþví að karlmenn hingað til hafa gengist við og axlað ábyrgð á ofbeldi? Að skrifa “èg trúi ekki öllum þeim skít sem er sagt um ykkur”….. skýr afstaða með meintum gerendum, skýr afstaða gegn brotaþolum ofbeldis. Er hægt að ráðast meira að brotaþolum ofbeldis? Er hægt að svifta æru brotaþola meira en það? Vill pistlahöfundur semsagt meina að allar 6 konurnar sem hafa svipaða sögu að segja af sama meinta gerandanum að þær séu með þráhyggju yfir höfnun sem þær urðu fyrir?

Hvaða kona kærir ofbeldi, sem er margra àra ferli og leggur það á sálina sína að fara í gegnum það kæruferli þar sem geðheilsan hennar er dregin í efa, sannleikur hennar dregin í efa, útskúfuð fyrir að vera “lygari” af því að hún er með þráhyggju vegna höfnunar? Sá sem gerir slíkt þarf aðstoð frà geðheilbrigðiskerfinu. 2-8% ljúga… þessa litlu prósentu nýta ofbeldismenn sem og stuðningsmenn ofbeldis sér í hag.

Ég geri mér fyllilega grein fyrir erfiðri stöðu pistlahöfundar. En èg get ekki með nokkru móti setið þegjandi og hljóðarlaust í enn einni aðförinni að brotaþolum ofbeldis. Réttarkerfið er að öllu fokking leiti gerendavænt… ekki afþví að konur eru að ljúga. Vegna þess að brot í nánum samböndum, nauðganir, líkamlegt ofbeldi og andlegt ofbeldi er erfitt að sanna. Því sjaldan eru vitni, oft þora konur ekki að segja frá því ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir fyrr en seinna og oftar en ekki leggja þær það ekki á sig að kæra því það er erfitt ferli. Þó að mál falli geranda í hag (sýknun), þá er það ekki það sama og sakleysi. Það þýðir einfaldlega að ekki voru næg sönnunargögn til þess að réttlæta sakfellingu. Ef ég stel í búð, það eru engar sannanir fyrir því er það ekkert samansemerki þess að ég hafi aldrei stolið úr búðinni. Það hefur ekkert með geðsjúkar konur sem ljúga að gera. Opnum fokking augun…. Góðir strákar beita ofbeldi Sætir strákar beita ofbeldi Skemmtilegir strákar beita ofbeldi Þeir eru ekki allir sveittir, tannlausir að klóra sér í pungnum… Ég trúi ykkur öllum Ég stend með ykkur. Ég sendi ykkur styrk.“

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -