Aðeins tveir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt. Helstu verkefni í gærkvöld og nótt sneru að ökumönnum sem gerðust brotlegir.
Ökumaður var staðinn að því að tala í farsíma undir stýri. Ökumaðurinn á von á sekt upp á 40 þúsund krónur. Annar ökumaður var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna í austurborginni. Sá brotlegi var látinn laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Þriðji ökumaðurinn var staðnin að því að aka gegn rauðu ljósi. Hann á von á sekt.
Maður var handtekinn vegna gruns um sölu og dreifingu fíkniefna. Málið í rannsókn.
Hafnarfjarðarlögregla stöðvaði ökumann vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Ökumaðurinn var laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni. Annar ökumaður bifreiðar var handtekinn af Kópavogslögreglu í svipuðu ástandi vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis. Sá reyndist ekki notast við öryggisbelti við akstur og á einnig von á sekt vegna þess. Sannist ölvunarakstur þá þarf hann að greiða himinháa sekt og missir ökuréttindin. Ökumaður laus úr haldi lögreglu að blóðsýnatöku lokinni.
Ökutæki boðað í skoðun vegna filmna í fremri hliðarrúðum.
Lögregla var með eftirlit með hraðakstri á Reykjanesbraut við Orkuna á Dalvegi þar sem 7 ökumenn voru sektaðir vegna gruns um of hraðan akstur.