Ölvaður ökumaður endaði í fangaklefa eftir að hafa velt bílnum

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Ökurmaður sem lögreglan grunar um ölvun við akstur endaði í fangaklefa eftir bílveltu. Um hálftíu í gærkvöldi var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tillkynnt um veltuna á Þingvallavegi við Mosfellsbæ.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar og segir þar að ökumaðurinn hafi misst stjórn á bílnum og hafnað á hvolfi ofan í skurði. Viðkomandi var fluttur til aðhlynningar á bráðadeild og endaði svo ferðina í fangaklefa lögreglu.

Lögreglan var síðan með eftirlit í nótt á ástandi bifreiða í Breiðholti og Kópavogi. Skráningarmerki voru fjarlægð af fjórtán bifreiðum sem höfðu ekki verið færðar til skoðunar á réttum tíma og/eða voru ótryggðar.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -