Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Ólykt að gera útaf við Grafarvogsbúa – „Er alls ekki klígjugjörn en ældi næstum og barnið byrjaði að kúgast“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur farið fram á tafarlausar útbætur á starfsemi Íslenska gámafélagsins í Gufunesi vegna moltugerðar sem þar fer fram á vegum fyrirtækisins. Íbúar segja margir ólíft í hverfinu og hafa ítrekað kvartað til efitirlitsins vegna ólyktarinnar.

Hávær umræða er um lyktina sem frá moltugerðinni í Gufunesi kemur inni á hópi Grafarvogsbúa á Facebook. Þar segjast íbúarnir hafa þurft að búa við ólyktina of lengi og kvarta sáran undan aðgerðarleysi heilbrigðiseftirlitsins. Sumir þeirra segja finna lyktina alla leið upp á Úlfarsfell. „Er alls ekki klígjugjörn en ældi næstum og barnið byrjaði að kúgast,“ segir einn íbúa Grafarvogs í umræðunni. „Þessi starfsemi á ekki heima í námunda við fjölmenna íbúabyggð,“ segir annar íbúi.

„Við höfum kvartað reglulega yfir þessari ógeðslykt sem kemur frá viðbjóðshaugunum og matarafgöngum frá Íslenska gámafélaginu. Heilbrigiðseftirlitið hefur fengið tugi tölvupóst en svarar þeim seint, illa eða aldrei,“ segir einn einn óánægður Grafarvogsbúi um seinagang Heilsbrigðiseftirlits Reykjavíkur.

Í gær bárust þó svör frá eftirlitinu í formi færslu þess á Facebook. Þar segir að brugðist hafi verið við málinu. „Vegna fjölda kvartana um ólykt sem leggur yfir íbúabyggð frá moltugerð í Gufunesi vill Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur upplýsa að kvartanir eru staðfestar og gerðar hafa verið kröfur um tafarlausar úrbætur,“ segir í tilkynningu frá eftirlitinu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -