- Auglýsing -
Lögreglu barst í gærkvöldi tilkynning um mikla fíkniefnalykt sem lagði frá íbúð í Hafnarfirði. Konan sem bjó í íbúðinni framvísaði fíkniefnunum, aðspurð hvort fíkniefni væru í hennar vörslu. Skýrsla var tekin af konunni á vettvangi eftir að hún hafði afhent lögreglunni fíkniefnin.
Þá var ökumaður stöðvaður við ofsaakstur en ók hann á rúmlega 130 km/klst. Í Ártúnsbrekku. Lögreglu grunaði að ökumaðurinn væri undir áhrifum fíkniefna.
Í miðbæ Reykjavíkur var stöðvaður annar bíll. Sá var grunaður um að aka ölvaður.