Föstudagur 19. apríl, 2024
1.8 C
Reykjavik

Ólympíufarinn Anton Sveinn missti föður sinn í aðdraganda Ólympíuleikanna

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hinn 27 ára gamli, Anton Sveinn McKee, margfaldur Íslandsmeistari í sundi og þrefaldur Ólympíufari, missti föður sinn í desember á síðasta ári. Þrátt fyrir missinn dró hann ekkert úr ferðinni og var staðráðinn í að toppa sig á Ólympíuleikunum í Tókýó, sem fóru fram sex mánuðum eftir fráfall föður hans.

Anton náði ekki markmiðum sínum á leikunum og ákvað í kjölfarið að taka sér hvíld frá keppni og sleppa þar með heimsmeistaramótinu í Abú Dabí.

„Það var kom­inn tími til þess að hlusta á lík­amann og haus­inn enda voru viðvör­un­ar­bjöll­urn­ar löngu byrjaðar að klingja,“ sagði Ant­on í viðtali við Dag­mál, frétta- og menn­ing­ar­lífsþátt Morg­un­blaðsins.

Anton viðurkennir að hann hefði þurft lengri tíma til að vinna úr föðurmissinum. „Ég hefði átt að eyða miklu meiri tíma í að syrgja pabba en í staðinn setti ég allt í það að skara fram úr á Ólymp­íu­leik­un­um,“ sagði Ant­on.

Föðurmissirinn hafði vitanlega mikil áhrif á keppnistímabilið hjá sundmanninum og undirbúning og frammistöðu hans í Japan. Samt sem áður ætlaði hann sér stóra hluti á leikunum.

„Ólymp­íu­leik­arn­ir í Tókýó voru gríðarleg von­brigði fyr­ir mig,“ sagði Anton, en segist hafa gert sitt besta.

- Auglýsing -

„Ég reyndi að gera mitt besta úr erfiðri stöðu enda ætlaði ég mér að toppa á Ólymp­íu­leik­un­um sem tókst ekki og jörðin féll í raun bara und­an mér,“ sagði Ant­on meðal ann­ars.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -