Miðvikudagur 6. júlí, 2022
12.7 C
Reykjavik

Ómar braut reglur – Landsréttur taldi vinnubrögðin ámælisverð

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Landsréttur taldi vinnubrögð Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns, sérstaklega aðfinnsluverð í dómi þann 25. mars síðastliðinn. Ómar áfrýjaði dómi héraðsdóms þar sem byggt var á því að lögmaður skjólstæðings hans hafi sýnt af sér saknæma háttsemi við vinnslu og frágang kaupmála. Niðurstaða héraðsdóms sem var staðfestur af Landsrétti var að lögmaðurinn hafi ekki sýnt af sér saknæma háttsemi og var hann sýknaður af kröfum skjólstæðings Ómars.

Landsréttur tiltók sérstaklega í niðurstöðu sinni að endurrit frá Ómari fyrir Landsrétti af aðila- og vitnaskýrslum í héraði voru afar ónákvæm og á köflum villandi. Var lögmanninum sem Ómar höfðaði málið gegn því nauðsynlegt að leggja fram rétt endurrit. Landsréttur taldi þennan frágang á gerð endurritanna sérstaklega aðfinnsluverðan.

Þá braut Ómar einnig gegn reglum nr. 2/2018 um málsgögn í einkamálum. Samkvæmt reglunum ber lögmanni að hafa samráð við lögmann gagnaðila um gerð málsgagna og hvaða skjölum sem lögð voru fram í héraði væri ofaukið vegna flutnings málsins fyrir Landsrétti. Ómar staðfesti við aðalmeðferð málsins að hann hafi ekki gætt að þessu. Þá hafi Ómar einnig án nokkurs samráðs sleppt því að leggja fram þrjú héraðsdómsskjöl án þess þó að vekja athygli á því með því að geta þeirra í efnisskrá fremst í málsgögnum sem yfirstrikaðra skjala. Landsréttur sá sig knúinn til að átelja þessi vinnubrögð sérstaklega í niðurstöðum sínum. Skjólstæðingur Ómars var dæmdur til að greiða lögmanninum og tryggingarfélagi hans 1.000.000 kr. í málskostnað.
Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -