Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ómar segist skuldlaus við Skattinn – Kyrrsetningin á húsi eiginkonunnar enn á veðbókarvottorði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Í frétt Mannlífs í dag var greint frá því að Ómar R. Valdimarsson lögmaður hafi skuldað skattinum rúmar 53 milljónir króna í júní á síðasta ári. Samkvæmt skjalfestum heimildum Mannlífs var bankareikningur lögmannsins frystur á síðasta ári vegna skuldarinnar. Óljóst er hvernig skuldin er tilkomin. Málið var tekið fyrir hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári og kyrrsetningin færð yfir á fasteign sem skráð er á eiginkonu Ómars.

Kyrrsetning eignarinnar vbar gerð á seinasta ári.

Samkvæmt nýju veðbókavottorði eru veðbönd frá Skattinum enn á fasteigninni en Íslandsbanki er með 1. veðrétt. Ómar sagði í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson á Vísi í dag að hann skuldi Skattinum ekki krónu. Vísir birtir staðfestingu frá Skattinum þess eðlis.
Líkt og áður kom fram eru enn veðbönd frá Skattinum á eigninni samkvæmt veðbókavottorði dagsett þann 11.apríl 2023. Ómar segir ennfremur í samtali við Vísi að hann hafi fengið athugasemd frá skattinum og sekt í kjölfarið. Hann hefur ekki útskýrt málið frekar í fjölmiðlum. Eftir stendur spurningin um eðli skuldarinnar og hvaða brot liggi að baki sektinni sem Ómar vísar til. Mannlíf gerði ítrekaðar tilraunir til að fá fram sjónarmið Ómars en hann svaraði ekki.

Veðbókarvottorðið var gefið út í fyrradag.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -