• Orðrómur

Ómar skilur sáttur við Icelandair Hotels

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Í gær greindi Mannlíf frá því að Ómar R. Valdimarsson lögmaður væri allt annað en sáttur með móttökurnar á Icelandair Hotels á Egilsstöðum. En þar var dóttur hans boðið upp á dýnu úr garðstól til að sofa á. Spurði Ómar hvort að þetta væri boðlegt gestum hótelsins.

Sjá einnig: Ómar ósáttur með Icelandair Hotels: „Er þetta boðlegt?“

Eftir tvær nætur á hótelinu skilur Ómar hins vegar sáttur við.

- Auglýsing -

„Dama sem heitir Sólborg í gestamóttökunni kom til mín og baðst afsökunar á þessum vandræðum og var öll hin elskulegasta. Þannig að ég skil sáttur,“ segir Ómar hress í bragði við Mannlíf, en fjölskyldan hefur nú yfirgefið hótelið.

Þess má geta að blaðamaður Mannlífs hringdi í hótelið nú í morgun og ræddi við starfsmann þess sem sagðist ekki tjá sig um mál einstakra viðskiptavina.

 

- Auglýsing -

 

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -