Laugardagur 24. september, 2022
9.8 C
Reykjavik

Ómar um nýju rammaáætlunina: „Hvílíkur vandræða flumbrugangur“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ómar Ragnarsson, skemmtikraftur og fyrrum fréttamaður er nokkuð harðorður í nýjasta pistli sínum á bloggsíðu sinni. Umræðuefnið er nýja rammaáætlun ríkisstjórnarinnar.

Í pistlinum segir Ómar meðal annars að Framsóknarmenn á „skagfirska efnahagssvæðinu“ hafa verið í óðaönn síðustu ár að kaupa upp allar vatnsréttindajarðir á virkjanasvæði Jökulsánna þar og noti nú tækifæri til að „opna sér leið.“ Þá brigslar hann ríkisstjórnina um fúsk við gerð rammaáætlunar.

„Hvílíkur vandræða flumbrugangur, sem verið er að stilla upp sem „lausn“ nýrrar rammaáætlunar.

Framsóknarelítan á „skagfirska efnahagssvæðinu“ hefur verið í óðaönn undanfarin ár að kaupa upp allar fáanlegar vatnsréttindajarðir á virkjanasvæði jökulsánna þar og notar tækifærið til að opna sér leið.

Kjalölduveita er í raun virkjun þriggja stórfossa í efri hluta Þjórsár með innrás í Þjórsárver, en ekki virkjun eða veita þeirrar malaröldu, sem Kjalalda er.

Til þess að láta þetta líta út sem málamiðlun eru nokkrir virkjanakostir færðir í biðflokk og til að kóróna allt ekki boðið upp á neitt nema það að vegna tímahraks verði menn að hlaupa til og samþykkja þessa hraðsoðnu samsuðu.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -