Fimmtudagur 18. apríl, 2024
2.1 C
Reykjavik

Ómar tapaði gegn Mannlífi vegna frásagnar um að hafa ofrukkað konu: – Siðanefnd sýknaði í málinu

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ómar R. Valdimarsson lögmaður átti ekki erindi sem erfiði fyrir siðanefnd Blaðamannafélags Íslands. Ómar kærði Reyni Traustason, ritstjóra Mannlífs, til nefndarinnar vegna umfjöllunar Mannlífs á málum Ómars. Voru kæruatriðin þrjú en tveimur þeirra var vísað frá og því þriðja hafnað.

Siðanefndinni bárust þrjú kæruatriði úr sömu umfjöllun Mannlífs þann 18. febrúar síðastliðinn. Fyrsta kæruatriðið varðaði þá endursögn Mannlífs að Ómar hafi stundað skattsvik með því að þiggja greiðslur skjólstæðinga sinna sem hann gæfi ekki upp til skatts. Annað kæruatriðið snéri að umfjöllun þess efnis að Ómar hefði hótað að stefna netverja vegna myndbirtingar af Ómari á Facebook þann 31. janúar síðastliðinn. Þriðji og síðasti kæruliðurinn varðaði ásökun um ákúrur siðanefndar lögmanna fyrir að ofrukka veikan skjólstæðing.

Sjá einnig: Ómar vændur um skattsvik

Fyrstu tvö kæruatriðin vörðuðu efni sem hafði áður birst hjá vefmiðlinum Frettin.is en þar kom fram meðal annars vitnað í færslu einstaklings á Facebook og birt mynd af Ómari og hann vændum um að bjóða skjólstæðingum að borga undir borðið til að forðast skattgreiðslur.

Í umfjöllun siðanefndar Blaðamannafélagsins um málið segir að fyrstu tvö kæruatriðin snúi að endursögn Reynis Traustasonar í dálki, sem kallast Orðrómur, á efni sem þegar hafði birst hjá Frettin.is. Því beri að vísa þeim kæruatriðum frá, án þess að siðanefndin taki afstöðu varðandi efnið en eðlilegra hefði nefndinni þótt að Ómar beindi kærunni að Frettin.is en ekki Mannlífi. Þriðja og síðasta kæruatriðinu hafnaði siðanefndin á þeirri forsendu að Reynir hefði þar farið með rétt mál og teljist ekki hafa brotið siðareglur í því atriði. Það snerist um að Ómar hefði ofrukkað veikan skjólstæðing sinn.

Sjá einnig: Ómar braut reglur – Landsréttur taldi vinnubrögðin ámælisverð

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -