Ómar Smári Óttarsson einkaþjálfari hefur bakað sér talsverð vandræði vegna brandara sem hann flutti á samfélagsmiðlinum TikTok. Það virðist varla nokkur kona hafa tekið honum vel og á Twitter hlægja þær flestar að að honum. Þrátt fyrir það eru lækin á myndband hans þrjú þúsund og áhorfið nemur 70 þúsund.
Ómar flytur raunar eldgamlan brandara sem flestir Íslendingar hafa heyrt. Flutning hans má sjá hér fyrir neðan en þar segir Ómar um samskipti kynjana: „Ef þú ert með lykil sem getur opnað marga lása þá ertu með fokking snilldar lykil. En ef þú ert með lás sem margir lyklar geta opnað þá ertu eiginlega bara með ónýtan lás.“
@omarottarssondjöfull á ég eftir að fá mikið hatur á mig núna fyrir þennan brandara 😬🤫😅♬ original sound – Ómar Smári Óttarsson
Fríða nokkur deilir myndbandi af þessu og skrifar á Twitter: „Nýjasta nýtt í íslenskum húmor. Óborganlegt. King shit.“ Athugasemdirnar telja tugum en hér fyrir neðan má lesa nokkrar góðar. Þetta er raunar ekki í fyrsta skiptið sem allt verður vitlaust út af þessu sama myndbandi. Líkt og DV fjallaði um í nóvember.
Klofið mitt er lás og ef þú opnar hann er þar hvelfing full af glitri og einni beinagrind og í augntóftunum eru tvær lirfur sem spyrja þig um að svara gátu og ef þú svarar rétt færðu fullnægingu. Ef þú svarar vitlaust deyrðu.
— 🐀 (lilja)? (@smjorfluga) January 18, 2021
Heyrði þennan brandara fyrst svona 14 ára eða eitthvað. Hann er að láta eins og þetta sé eitthvað brand new redpill sjitt.
— Hrafnár (@skolledla) January 17, 2021
eg er farin af internetinu og eg kem ekki aftur
— slemmi (@selmalaraa) January 17, 2021
Jæja konur.. tími til að hætta að ríða lyklum.
— ☭🥔ACABjörg🤠🦝 (@Ingabogi) January 17, 2021
Síðast þegar einhver kom með þessa viðlíkingu við mig þá reif ég af viðkomandi typpið og hengdi það á lyklakyppuna mína
— Bríetney Spears (2007) (@thvengur) January 17, 2021
En sleppir að geta heimilda. Örugglega heyrt þetta frá gömlu körlunum í kaffiskúrnum hjá malbikunarflokknum sínum
— ThorgerdurMaria (@thmaria220) January 17, 2021
hahahahahha king geitin 🐐🐐🐐 hvílíkur meistari 🤣🤣🤣 nú verða femmarnir ♀♀♀ brjálaðir 😈😈😈 misstir þetta king 👑👑👑
— Reyn Alpha (@haframjolk) January 17, 2021
…Bíð svo spennt eftir afsökunarbeiðninni sem mun líklega innihalda: Þetta var bara pínu grín, fólk þarf að hafa smá húmor…
— Kristín Lovísa (@Lobbsterinn) January 18, 2021
En samt ángríns, vandamálið með þessa fokking brandara er það sem er bakvið þá. Þetta er alltaf predator vs. Prey, og konur alltaf prey í “bröndurunum”, lauslátar hórur sem hægt er að nýtast á. Bara enn ein birtingarmynd r*pe culture og toxic masculinity.
— bjÖrt (@bjorbeljan) January 18, 2021