• Orðrómur

Ömurlegt að lifa í óvissu og geta ekki planað neitt

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

„Það er allt lokað í bænum núna, segir Guðlaug Böðvarsdóttir, sem býr í smábænum Castelluchio í Lombardiu-héraðinu á Ítalíu, þar sem búið er að banna allar ferðir úr og inn í héraðið. Hún segir óvissuna um framhaldið vera farna að leggjast þungt á sálina.

„Fólk er náttúrulega mikið bara heima hjá sér, er ekkert að fara í heimsóknir eða eitthvað að óþörfu,“ segir Guðlaug spurð hvort bæjarlífið hafi ekki breyst mikið við einangrunina. „Ég sé fólk tala saman út á götu með fjarlægð á milli sín. Og maður þarf að þvo sér um hendurnar áður en maður fer inn í verslanir.“

En er enn nóg af vörum í verslunum?

- Auglýsing -

„Já,  og það á að reyna að halda því þannig, því það á að reyna að valda sem minnstu uppnámi,“ útskýrir Guðlaug. „Það eru margir sem fá vörurnar sendar heim, fólk er helst bara ekkert að fara út því það veit að það hjálpar.“

Og íbúar á svæðinu hlýða fyrirmælum um að halda kyrru fyrir?

„Það voru margir sem flúðu Mílanó kvöldið sem gefið var út að Lombardia væri orðið rautt svæði, fóru til Suður-Ítalíu sem er búin að vera frekar laus við vírusinn, en það er annað upp á teningnum núna,“ segir Guðlaug. „Fólk kemst ekki neitt.“

- Auglýsing -

Svona lítur Mílanó út núna. Mynd / EPA

Þegar Mannlíf ræddi við Guðlaugu fyrir tveimur vikum hafði enginn í bænum greinst með veiruna, hefur það breyst?

„Já, einn hefur greinst hérna og það dó gömul kona um daginn, en upplýsingaflæðið er sem betur fer gott hérna á Mantova-svæðinu, þannig að við getum fylgst vel með útbreiðslunni,“ segir hún. „Sjúkrabílarnir hafa líka verið miklu meira á ferðinni en vanalega síðustu daga.“

- Auglýsing -

Er þetta ástand ekkert farið að leggjast á sálina í fólki?

„Jú, mjög mikið,“ segir Guðlaug. „Að lifa í óvissu er alveg hreint ömurlegt, það er ekki hægt að plana neitt og að maður getur ekki bara skroppið eitthvað. Ég krosslegg bara fingur um að geta komið heim í sumar.“

Lokun svæðisins mun vara til 3. apríl, að minnsta kosti og svo verður tekin ákvörðun um framhaldið. Guðlaug segir fólk ekki bjartsýnt á að ástandið breytist fyrir þann tíma.

„Ég held það verði ekki mikið um páskafrí á Ítalíu þetta árið,“ segir hún og andvarpar.

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Biðst afsökunar en neitar að afhenda kvittanir

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- nýsköpunar- og ferðamálaráðherra, neitar Mannlíf um að fá kvittanir fyrir þeirri þjónustu...

Þórdís fær illa á baukinn fyrir COVID-djammið

COVID-djamm Þórdísar Kolbrúnar R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, hefur vakið hörð viðbrögð víða á samfélagsmiðlum....

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -