Miðvikudagur 29. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Ópíóðadjöfullinn tekur sinn toll

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Að sögn Valgerðar Rúnarsdóttur, yfirlæknis á Vogi, hefur þeim fjölgað verulega sem fá svokallaða viðhaldsmeðferð; þ.e. lyfjameðferð við ópíóðafíkn. „Það eru þessi sterku verkjalyf sem hafa verið mikið í umræðunni en alvarleg neysla á þeim hefur aukist; fólk sprautar þeim í æð og tekur þau inn sér til skaða líka. Og það hefur bæst mjög í hópinn sem fær þessa lyfjameðferð.“

Valgerður Rúnarsdóttir. Mynd / Aldís Pálsdóttir

Árið 2014 greindi Þórarinn Tyrfingsson, þáverandi yfirlæknir á Vogi, frá því að um 100 einstaklingar væru í fyrrnefndri viðhaldsmeðferð, sem felst í vikulegri lyfjagjöf. Í nóvember sama ár náðust samningar milli SÁÁ og Sjúkratrygginga um meðferð 90 einstaklinga en fram til þessa höfðu samtökin greitt meðferðina, allt frá 1999.

„Skaðaminnkunarumræðan er táknræn fyrir ákveðna áherslu í vímuefnavörnum og tengist þeirri umræðu, sem fer vaxandi, að meðhöndla eigi fólk sem notar ólögleg vímuefni sem sjúklinga sem eigi að fá þjónustu innan heilbrigðiskerfisins, frekar en sem afbrotamenn sem þurfi að hafa uppi á og refsa,“ sagði Þórarinn.

Framlag ríkisins miðast enn við 90 einstaklinga en í dag telur hópurinn 170.

„Það er með þetta eins og annað; þessir samningar við ríkið um þessa þjónustu eru allir úreltir,“ segir Valgerður. „Samtökin eru alltaf í meðgjöf en sem betur fer eru margir sem hjálpa til með því að styðja við SÁÁ.“

Valgerður segir flesta sem fá meðferðina vera í henni í að minnsta kosti eitt til þrjú ár. „Fólk er í mismunandi stöðu; sumir hafa verið í góðum bata í mörg ár og svo eru aðrir sem eru að detta inn og út, eiga erfitt með að halda meðferð og þurfa mikinn stuðning.“ Viðkomandi séu í mjög hættulegri neyslu.

„…hlutum hefur verið breytt hvað varðar uppáskriftir á lyfjunum og læknar um allt land hafa tekið þetta til sín.“

- Auglýsing -

En til hvaða aðgerða er hægt að grípa gegn ógninni sem stafar af ópíóðum? Það stendur ekki á svörum. Í fyrsta lagi, segir Valgerður, að væri gott ef ríkið greiddi fyrir meðferð þess fjölda sem þarf á henni að halda. „En varðandi stóru myndina þá hafa stjórnvöld gripið til aðgerða; hlutum hefur verið breytt hvað varðar uppáskriftir á lyfjunum og læknar um allt land hafa tekið þetta til sín. Það hefur töluvert gerst hvað það varðar.“

Hún segir samt erfitt að spá fyrir um þróunina þegar kemur að neyslu ávanabindandi efna en „þröskuldurinn“ verði m.a. lægri þegar samfélagsumræðan þróast í þá átt að tala áhættuna niður.

„Er eðlilegt að reykja hass eða kannabis? Er það lítið mál? Er lítið mál að sprauta sig? Ef viðhorf breytast þá breytist líka trendið í neyslu. Þannig að þetta er flókið samspil; ef hlutirnir eru normaliseraðir þá minnkar „perceived risk“ eða raunverulegt mat á hættunni sem í þeim felast,“ segir Valgerður. „Þetta spilar allt saman; upplýsingar, forvarnir, samtalið í samfélaginu. Það er óábyrgt að tala þannig að maður normaliseri hættulega hegðun.“

- Auglýsing -

Fjallað var ítarlega um málefni SÁÁ í helgarblaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -