• Orðrómur

Opnar sig um alkóhólismann – Drakk vodka á morgnana

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Tónlistarmaðurinn Kanye West opnar sig um alkóhólismann í nýju forsíðuviðtali tímaritsins GQ. Hann viðurkennir að á tímabili hafi hann verið vanur að drekka vodka á morgnana.

West greindi frá því að hann hafi leitað í áfengi í auknum mæli þegar plötur hans My Beautiful Dark Twisted Fantasy og Watch the Throne fengu ekki þær viðtökur og tilnefningar til verðlauna eins og hann hafði búist við.

Plöturnar sem um ræðir komu út árin 2010 og 2011 og West segir að það hafi verið litið fram hjá þeim plötum innan tónlistabransans.

West kveðst vera hættur að drekka og lýsir í viðtalinu við GQ hvernig það kom til að hann ákvað að hætta. Hann segir að einn morguninn, þegar hann var að vinna að hönnun fatalínu, hafi runnið upp fyrir honum að það væri ekki eðlilegt að hann hefði hugann helst við vodkaflösku sem hann átti inni í ísskáp.

Hann segir fólkið í kringum sig aldrei hafa bent honum á vandamálið. „Ég hef verið kallaður klikkaður, fólk hefur kallað mig allt milli himins og jarðar, en enginn hefur kallað mig alkóhólista. Samt drakk ég appelsínusafa og vodka á morgnana,“ segir West.

Kanye West er á forsíðu nýjasta GQ.

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -