• Orðrómur

Óráðið hvort ferjur fái viðbótarstyrki vegna COVID-19

Efnisorð

Deila

- Auglýsing -

Enn er með öllu óljóst hvort Vegagerðin styrki rekstur íslenskra ferja aukalega í sumar vegna COVID-19 faraldursins. Þetta kemur fram í svari Bergþóru Kristinsdóttur, framkvæmdastjóra þjónustusviðs Vegagerðarinnar.

Eini styrkurinn sem hefur verið staðfestur er við Sæferðir á Stykkishólmi vegna ferjusiglingar um Breiðafjörð, líkt og Mannlíf greindi nýverið frá. Sæferðir eru með vetrarsamning við Vegagerðina og þurfti á sumarstyrk að halda til að halda úti siglingum um Breiðafjörð. Samkvæmt Bergþóru liggur kostnaður vegna samningsins ekki fyrir, en Mannlíf hefur heimildir fyrir því að samningurinn hljóði upp á tæpar 40 milljónir króna til að halda úti daglegum siglingum í sumar milli Stykkishólms og Brjánslækjar.

„Það liggur þó fyrir að Vegagerðin hefur heimild til að styrkja rekstur Herjólfs vegna COVID-19 til viðbótar í sumar til að tryggja samgöngur til Vestmannaeyja,“ segir Bergþóra. Herjólfur, Grímseyjaferjan og Hríseyjarferjan hljóta allar sumarstyrki frá Vegagerðinni. Í fyrra námu þeir nærri 75 milljónum en Bergþóra segir að þeir komi mögulega til með að verða lægri nú þar sem fjöldi ferðamanna verði líklega

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 
- Auglýsing -

Orðrómur

Helgarviðtalið

Lestu meira

Nýtt í dag

Í fréttum er þetta helst...

Mest lesið í vikunni

- Auglýsing -