Sunnudagur 2. október, 2022
9.8 C
Reykjavik

Orðinn þreyttur á aðgerðaleysi stjórnvalda: „Ekki láta mig byrja á geðdeild eða aðstöðuleysi fíkla“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Markvörðurinn frábæri, Björgvin Páll Gústavsson, lætur í sér heyra inni á vellinum, og líka utan vallar:

„Jæja!… Krabbameinsdeildin löngu sprungin, stórkostleg mannekla á leikskólum, þjóðarhöllin ekkert á leiðinni og ekki láta mig byrja á geðdeild eða aðstöðuleysi fíkla,“ segir hann og bætir við:

„Þetta eru bara nærtæk og áþreyfanleg dæmi sem tengjast mínu lífi og minni fjölskyldu síðustu vikuna, og hafa þessir hlutir eins poppað upp í fjölmiðlum. Hvert erum við að stefna? Komum við engu í verk? Hvað segið þið Ásmundur Einar Daðason, Einar Þorsteinsson og allir hinir?“ spyr Björgvin Páll.

Segir:

„Ástæðan fyrir því að ég vildi hella mér út í pólítik var til þess að láta verkin tala… ekki bara tala. Hvernig leysum við þessi vandamál? Tökum bara þessi vandamál hér að ofan… Ertu þú kæri lesandi með lausn á þeim? Sendu mér hana í persónulegum skilaboðum…“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -