Sunnudagur 25. september, 2022
6.8 C
Reykjavik

Örn sakaður um aðild að skotárásinni á Dag: „Ég hef engin tengsl við þetta“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Örn Johnsson, fyrrverandi byssusmiður, hefur verið sakaður um aðild að skotaárásinni á Dag B. Eggertsson borgarstjóra. Sagan gengur nú fjöllum hærra og hefur hann varla undan að svara fjölmiðlum vegna málsins, meðal annars RÚV. Með góðfúslegu leyfi frá honum vill Örn árétta hér með að hann er ekki skotmaðurinn.

Karlmaður á sextugsaldri er í haldi Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í tengslum við rannsókn hennar á skemmdum sem voru unnar á bifreið borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokka á dögunum. Lögreglan lítur málið mjög alvarlegum augum og hefur rannsókn þess verið í algjörum forgangi hjá embættinu. Aftur á móti hefur lögreglan varist allra fregna og nafn hins meinta árásarmanns hefur ekki komið fram.

Örn er ekki sáttur með að sú saga gangi um að hann sé skotmaðurinn. Aðspurður hvort hann tengist með nokkrum hætti árásum á bifreið Dags eða á skrifstofur stjórnmálaflokka hefur Örn þetta að segja: „Nei, ég er ekki þar og mundi aldrei hafa með neitt svona að gera. Ég veit ekki hvaðan þessi rætna kjaftasaga kemur því ég tengist þessu ekki neitt. Ég get ekkert annað sagt og veit ekki betur en að það séu einhverjir í haldi útaf þessu. Löggan hefur ekki haft samband við mig og ég er meira að segja búinn að hafa samband við þá til að athuga hvort sagan komi þaðan. Þetta hefur líklega orðið til út af gríni á Facebook hjá mér,“ segir Örn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -