Fimmtudagur 6. október, 2022
6.8 C
Reykjavik

Örnu finnst löngun sambýlismannsins ógeðsleg: „Helst þannig að ég þurfi ekki að koma við það“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Arna nokkur sendir út neyðarkall í dag og biður um ráð hvernig hún geti eldað beikon fyrir manninn sinn án þess að það komi lykt af því og helst þannig að hún þurfi ekki að koma við það. Hún sjálf þolir nefnilega ekki beikon.

Neyðarkallið sendi Arna út í fjölmennum hópi matgæðinga á Facebook, Matartips!. Þar segir hún:

„Hjálp! Það vill svo til að sambýlismaður minn vill stundum hafa beikon í matinn. Mér hins vegar finnst beikon ógeðslegt og lyktin og fitufrussið af pönnunni jafnslæmt. Ef ég steiki beikonið hans á pönnu finnst mér vera lykt af höndunum á mér lengi eftir!,“ segir Arna og heldur áfram:

„Ég hef því miður ekkert umboð til að banna honum að borða saltað svín og þar sem ég sé oftast um eldamennsku á heimilinu vantar mig ráð til að elda þetta helvíti án þess að það komi lykt og helst þannig að ég þurfi ekki að koma við það. Hafiði ráð?“

Fjölmargir matgæðingar skella sér í umræðun með ráð sín og koma þar fram hinar ýmsu útgáfur af eldunarleiðbeiningum beikonsins. Ráðin ná einnig til þess að Arna þurfi einfaldlega að finna sér nýjan mann.

Rakel tengir við vandamálið. „Á við sama vandamál að stríða með manninn minn. Mér finnst þetta hrææææðileg lykt. Við náðum samkomulagi að hann myndi elda beikon í ofni. Verður alveg krispý og fínt en margfalt minni lykt (það kemur alveg lykt en þolanleg),“ segir Rakel.

- Auglýsing -

Olga skilur hins vegar ekkert í því hvers vegna Arna sé að stjana þetta við manninn. „Vilji hann beikon hlýtur hann að geta steikt það sjálfur. Þú ert tæpast eldabuska fyrir hann. Árið er 2021,“ segir Olga ákveðin.

Og Arna þakkar Olgu pent fyrir ráðleggingarnar. „En ég var ekki að leita að hjónabandsráðgjöf, heldur steikingar leiðbeiningum. Takk samt,“ segir Arna.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -