Sunnudagur 10. desember, 2023
1.1 C
Reykjavik

„Örugglega geggjuð í rúminu því þú ert svona asísk“ – „Ýtt undir staðalímynd sem meiðir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Nýjasti gestur Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur var Donna Cruz leikkona.

Í þættinum var meðal annars rætt um fordóma; um ósmekklegt myndband af Pétri Jóhanni Sigfússyni sem uppistandarinn Björn Bragi Arnarson deildi á Instagram í fyrrasumar. Myndbandið vakti rosalega athygli en þar sést Pétur Jóhann leika asíska konu að veita munnmök.

Donna svarar játandi aðspurð hvort hún hafi orðið fyrir fordómum hér á landi og nefnir að „hvernig það er talað við mig stundum. Ég var í þeim pakka að gera rosa grín og vera með í gríninu en það fékk mig bara smá til að líða illa.“

Donna segir einnig að þegar hún var yngri þá hefði henni líklega fundist ósmekklegheit Péturs Jóhanns fyndin, og að “ég hefði örugglega hlegið og fundist myndbandið ógeðslega fyndið.“

En hlutirnir varðandi rasískt grín hafa sem betur fer batnað þótt vissulega megi gera mun betur og segir Donna að „þetta er samt ekki fyndið því þetta ýtir undir staðalímynd sem er að meiða fólk; ég er ekki svona í dag og hika ekki við að tjá mig ef mér finnst „grínið“ fara yfir línuna.“

Edda snertir á í viðtalinu á skaðsemi þess þar sem oft sé komið öðruvísi fram við asískar konur hvað varðar kynlíf, sem hefur ógeðsleg áhrif andlega á fólk.

- Auglýsing -

Leikkonan Donna hefur fengið slíkar athugasemdir:

„Ég hef alveg fengið að heyra:

„Já, þú ert örugglega geggjuð í rúminu því þú ert svona asísk.“

- Auglýsing -

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -