Fimmtudagur 18. apríl, 2024
3.1 C
Reykjavik

Örvinglaðir Íslendingar í Noregi: „Við búum í bólusetningarfangelsi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Við búum í bólusetningarfangelsi,“ segir Marín Kristjánsdóttir, sem er búsett í Sarpsborg í Noregi og á þar við aðgerðir norsku ríkisstjórnarinnar á fáheyrðum tímum Covid-19 farsóttarinnar. „Að vísu var blaðamannafundur í dag en frá og með hádegi á morgun, 3. júní, mega þeir sem eru fullbólusettir dvelja heima í tíu daga sóttkví við komuna til Noregs eftir frí erlendis. En aðeins ef þeir eru með norskt bólusetningarvottorð.“

Erlend bólusetningarskírtein ógild

Að sögn Marín eru erlend bólusetningarskírteini ekki álitin gild í Noregi. Aðeins norskt bólusetningarskírteini séu samþykkt við komu.

„Allir sem vísa fram erlendu bólusetningarskírtieini við komu til Noregs mega dvelja launalaust heima í tíu daga, og en hinir [sem ekki hafa hlotið fulla bólusetningu] verða að sættast á tíu daga einangrunardvöl á sóttvarnarhóteli og borga 5000 norskar krónur fyrir.“ Þetta eru tilmæli norsku ríkisstjórnarinnar, sem Marín segir frá hér og aðgerðir sem bitnað hafa ekki hvað síst á þeim Íslendingum sem langar að hverfa heim nú í vor og gleðjast með vinum og fjölskyldu hér á landi í fáeina daga. Marín segir það varla hægt, þar sem algert ferðabann hafi ríkt í landinu um langa hríð.

Forgangshópar

„Á morgun fá fullbólusettir loks leyfi til að yfirgefa landið en það er enginn miskunn sýnd við lendingu á heimferð. Við getum svo sem alveg farið til Íslands, það er ekkert mál, en við taka tíu launalausir dagar í einangrun þegar heim til Noregs kemur. Auðvitað er allt í háalofti hérna og fjölmiðlar loga í Noregi. Fólk er í öngum sínum“.

- Auglýsing -

Marín segir forgangshópa norsku ríkisstjórnarinnar hafa vakið furðu margra Íslendinga sem eru búsettir í Noregi, en öfugt við aldurshópa hér á landi var ákveðið fyrr á þessu ári að bólusetja einstaklinga í félagslega erfiðri stöðu og minnihlutahópa búsetta í höfuðborginni áður en að heilbrigðisstarfsfólki, kennurum og sérhæfðu starfsfólk í umönnunarstörfum kæmi.

Örvinglaðir Íslendingar

Sjálf hefur Marín hlotið fulla bólusetningu, þar sem hún er í áhættuhópi vegna líkamlegrar heilsu en hún segir marga enn bíða eftir kallinu. Þetta kemur heim og saman við þrálátar fyrirspurnir Íslendinga í hópum fráfluttra á Facebook og er ekki annað að sjá en að þeir sem flust hafa á meginlandið skilji lítið þegar hér er komið sögu hvað varðar Covid-áform frænda okkar í Noregi.

- Auglýsing -

„Þetta fer auðvitað eftir sveitarfélögum og þá eru það helst fólkið á landsbyggðinni sem enn bíður. En ríkisstjórnin ákvað að taka bólusetningaráformin úr höndum minni sveitarfélaga og flytja meginmagn bóluefnis til höfuðborgarinnar þar sem minnihlutahópar fengu skilyrðislausan forgang“.

Smitin blossa upp

Eðlilega bitni svo forgangsröðunin á þeim sérhæfðu starfsmönnum sem starfa í fremstu víglínu veirunnar og eigi í raun að sitja á fremsta bekk bólusetningarteymis ytra. „Ríkisstjórnin hér hefur ákveðið þessa forgangsröðun og mörgum þykir bara nóg komið,“ segir Marín jafnframt en smitalda gengur nú yfir grannríkið og mun útskriftarveislum menntskælinga mest vera um að kenna. „Smitin fóru að blossa upp aftur núna í vor og Hammersfest, sem er lítið sveitarfélag hérna er að fara ansi illa út úr smitöldunni. Þarna hafa fáir verið bólusettir og ekkert smit komið upp í eitt og hálft ár. Svo kviknar líf að vori og útskriftatímabilið rennur upp og þá byrja smitin að koma upp aftur,“ segir Marín.

Það smellur allt í lás

Þó sumarið sé komið í Noregi og flestir Íslendingar fagni hækkandi sól, segir Marín stöðu fráfluttra ansi snúna sem stendur.

„Auðvitað langar fólki heim. Það er svo sem ekkert mál að fara í heimsókn til Íslands. En að koma heim til Noregs aftur með flugi er eins og að ganga inn í gæsluvarðhald. Það smellur allt í lás og þeir sem ekki geta framvísað norsku bólusetningarskírteini sem sýni fram á fulla bólusetningu hér í landi, verða að splæsa út 75.000 íslenskum krónum og taka tíu daga launalaust leyfi frá og með komudegi. Það er rétt hægt að ímynda sér hversu margir hafi efni á svo dýru sumarfríi“.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -