Sunnudagur 2. október, 2022
8.8 C
Reykjavik

Öryggi lykillinn að vellíðan flóttafólks

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Útlendingastofnun hefur nú leitað á náðir sveitarfélaganna og biðlað til þeirra að gerður verði þjónustusamningur við umsækjendur um alþjóðlega vernd. Einungis þrjú sveitarfélög á landinu hafa gert slíka samninga.

 

Útlendingastofnun sendi bréf um miðjan mars síðastliðinn til allra sveitarfélaga á landinu til að kanna áhuga þeirra á að gera samning við stofnunina um þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd, sambærilega við þá sem stofnunin hefur nú þegar gert við Reykjavíkurborg, Reykjanesbæ og Hafnarfjarðarbæ.

Samkvæmt Útlendingastofnun taldi ekkert þeirra sveitarfélaga, sem svarað hefur erindinu, sig að svo stöddu í stakk búið til að bætast í hóp sveitarfélaga sem veita umsækjendum um vernd þjónustu en mörg þeirra hafi þó lýst yfir jákvæðri afstöðu til verkefnisins.

Auk Reykjanesbæjar hefur Reykjavíkurborg boðist til að kynna reynslu sína af verkefninu fyrir öðrum sveitarfélögum. Útlendingastofnun hyggst ræða það við dómsmálaráðuneytið hvernig best megi standa að slíkri kynningu fyrir önnur sveitarfélög en ekki er komin tímasetning á hana.

Ísabella Ósk Másdóttir, sérfræðingur á kynningarsviði Rauða krossins, segir að mikilvægast sé að þjónusta við umsækjendur um vernd sé sambærileg óháð því hver veitir hana og því skipti í raun ekki máli í hvaða sveitarfélagi fólk býr. Mismunur í þjónustustigi sé alltaf áskorun líkt og er núna þar sem þjónusta sveitarfélaganna er á mun breiðari grunni en þjónustan sem Útlendingastofnun veitir.

„Það hafa verið gerðar kannanir hjá Rauða krossinum sem gefa vísbendingar um að staðsetning geti haft áhrif á líðan fólks á meðan á málsmeðferð stendur. Það sem er lykilatriði þar, er aðgengið að þjónustu, þ.e. ef aðgengið er skert þá upplifir fólk staðsetningu mögulega sem einangrun og það hefur neikvæð áhrif á líðan og öryggistilfinningu,“ segir Ísabella. En ef þjónustan er góð þá líði fólki eins vel og hægt er miðað við aðstæður. Þau hjá Rauða krossinum sjái til að mynda að fólk sem býr hjá félags- og fjölskylduþjónustu Reykjanesbæjar kvarti ekki undan staðsetningu þar sem öll sú þjónusta sem þau þurfa sé í nærumhverfinu.

- Auglýsing -

Hægt er að lesa fréttaskýringuna í fullri lengd á vef Kjarnans og í nýjasta tölublaði Mannlífs.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -