Þriðjudagur 12. nóvember, 2024
6.6 C
Reykjavik

Ósátt við gæsluvarðhald barns: „Ábyrgð ráðherra að tryggja heilsu barna í rétt­ar­vörslu­kerf­inu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Þingmaður Pírata, Eva Sjöfn Helga­dótt­ir, gagn­rýndi að sautján ára ein­stak­ling­ur sitji nú í gæslu­v­arðhald í fang­elsi í, en þetta kom fram í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi.

Þetta kemur fram á mbl.is.

Það var í gær að greint var frá því að fimmtán einstaklingar sætu nú í gæslu­v­arðhaldi vegna árás­ar á skemmti­staðnum Banka­stræti Club. Er sá yngsti einungis sautján ára gamall, en sá elsti í hópnum er á fer­tugs­aldri.

Þingkonan Eva Sjöfn beindi spurn­ingu sinni til Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­málaráðherra; spurði til hvaða aðgerða Jón hafi gripið til að koma í veg fyr­ir að brotið sé á börn­um.

Jón sagði mikið áhyggju­efni að raun­veru­leik­inn á Íslandi væri vax­andi af­brot; sér­ í lagi á meðal ungra karl­manna:

„Við því verður að bregðast með marg­vís­leg­um hætti,“ sagði Jón og bætti við:

- Auglýsing -

„Vegna rann­sókn­ar­hags­muna þá get­ur þurft að ein­angra fólk í ákveðin tíma. Ég full­yrði það að bæði lög­regla, lög­gæsla og fang­els­is­mála­yf­ir­völd beita sér fyr­ir því að það sé gert með eins mild­um hætti eins og hægt er, og til­lit tekið til ungs ald­urs.“

Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra.

Jón sagðist hafa átt sam­tal um málið við fang­els­is­mála­stjóra:

„Við sjá­um mik­il tæki­færi í því að grípa til þeirra ráðstaf­ana að bæði fé­lagsþjón­usta og sál­fræðiþjón­usta – ein­hver meðferðarúr­ræði og hjálp til þeirra sem vilja hana sér­stak­lega þiggja – verði í boði.“

- Auglýsing -

Þingkonan Eva Sjöfn benti Jóni þá á að ekki væri að ræða um ungt fólk eða unga ein­stak­linga; held­ur börn. Sagði hún ein­angr­un vera afar íþyngj­andi refs­ingu og sér­stak­lega hættu­lega börn­um:

„Það er á ábyrgð hæst­virts ráðherra að tryggja heilsu barna í rétt­ar­vörslu­kerf­inu. Hvað ætl­ar ráðherra að gera til þess að laga þessa óá­sætt­an­legu stöðu?“ spurði hún.

Jón sagði í kjölfarið að úrræðið væri ekki notað nema í und­an­tekn­ing­ar­til­fell­um; þegar mikið ligg­ur við; sé þá reynt að hafa ein­angr­un­ina í eins skamm­an tíma og mögu­legt er.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -