Fimmtudagur 30. mars, 2023
4.8 C
Reykjavik

Óskar eftir fundi vegna ummæla ferðamálastjóra

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Reiði gætir meðal viðskiptavina Farvel vegna ummæla ferðamálastjóra, sem hann lét falla í samtali við mbl.is. „Fyrirtækið var með leyfi og var með tryggingar. Öll málsmeðferð í þessu máli var í sæmræmi við lög sem gilda um Ferðamálastofu og jafnframt þær málsmeðferðarreglur sem gilda í stjórnsýslunni. Það er ekki annað um það að segja,“ sagði Skarphéðinn Berg Steinarsson um gagnrýni viðskiptavina, sem furða sig á því að Farvel hafi fengið frest í 14 mánuði til að skila hækkaðri tryggingu áður en starfsleyfi fyrirtækisins var fellt niður.

Á þessum tíma, og allt fram á síðasta dag, voru forsvarsmenn Farvel að rukka viðskiptavini fyrir þjónustu sem þeir máttu vita að yrði ekki veitt, að því er fram kemur í samskiptum Ferðamálstofu og viðskiptavina.

„Hér talar ferðamálastjóri gegn betri vitund eða hann þekkir ekki lögin,“ segir í tölvupósti sem Eiríkur Jónsson, einn kröfuhafa Farvel, hefur sent Skarphéðni. „Ferðamálastofu var ljóst að frá hausti 2018 til jóla 2019 voru tryggingar Ferðaskrifstofunnar Farvel ófullnægjandi. Um það þarf ekki að deila enda er það staðfest í tölvupósti frá Ferðamálastofu til mín.“

Eiríkur vitnar í téðan tölvupóst, þar sem segir að samkvæmt ákvörðun Ferðamálastofu hefði Farvel átt að skila hækkaðri tryggingu í lok október 2018. Eiríkur hefur óskað eftir fundi með ferðamálastjóra og segist mögulega munu taka lögmann með sér.

Menn virðast ekki á eitt sáttir um það hvernig ber að túlka skyldur Ferðamálastofu en stofnunin hefur sagt að henni sé ekki skylt að fella niður starfsleyfi þegar fyrirtæki skila ekki inn hækkaðri tryggingu, heldur hafi hún til þess heimild. Það liggur hins vegar fyrir að hækkaðri tryggingu er ætla að tryggja viðskiptavini gegn stöðu eins og nú er komin upp en vegna þess að Farvel hafði ekki uppfyllt þau skilyrði sem lög kveða á um munu viðskiptavinir sem höfðu greitt inn á ferðir ekki endurheimta nema brot af fjármunum sínum.

Þeir íhuga að sækja mál gegn Ferðamálastofu vegna meintrar vanrækslu stofnunarinnar.

- Auglýsing -

Lestu meira: Mál Farvel til lögreglu

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.
Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -